Aðeins einu máli verið vísað til lögreglunnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. desember 2018 06:15 Embætti Landlæknis hefur aðeins vísað einu máli til lögreglu á síðustu þremur árum vegna gruns um misferli læknis með fíknilyf. Fréttablaðið/Anton Brink Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Einu máli hefur verið vísað til lögreglu vegna gruns um refsiverða háttsemi læknis í tengslum við lyfjaávísanir á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í svari frá Landlæknisembættinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Í svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kom einnig fram að lögregla hefði aðeins fengið eitt mál á sitt borð á undanförnum árum. Til samanburðar hefur lögregla haft tugi mála til rannsóknar varðandi innflutning á fíknilyfjum til landsins en í samtali við Fréttablaðið í sumar sagði Karl Steinar Valsson að fjörutíu slík mál hefðu verið tekin til rannsóknar frá áramótum. „Mér finnst líklegast að nær öll þessi lyf og langflest komi úr apótekum á Íslandi og ekkert sem bendir sérstaklega til að það sé mikill innflutningur á lyfjum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en fjörutíu prósent þeirra sem svöruðu verðkönnun SÁÁ í nóvember, höfðu keypt lyfseðilskyld lyf á svörtum markaði. „Þessi mál verða að koma til okkar til að við getum hafið rannsókn og við verðum því að stóla á eftirlitsaðilana, Landlækni og hugsanlega Lyfjastofnun,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir hjá ákærusviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún vildi ekki tjá sig um mál þess læknis sem vísað var til lögreglu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið enn til rannsóknar og hefur meðal annars verið framkvæmd húsleit á læknastofu hins grunaða. Í svari Landlæknis við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur einnig fram að fjórir af rúmlega þrjú þúsund læknum með lækningaleyfi hafi ekki leyfi til að ávísa lyfjum og einn að auki hafi takmarkað leyfi til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Þá séu einnig dæmi um lækna sem hafa misst leyfið en fengið það aftur og starfi undir eftirliti yfirlækna. Embættinu reyndist ekki unnt að veita upplýsingar um fjölda lækna sem fengið höfðu áminningu frá embættinu en í frétt Stöðvar 2 í byrjun mánaðarins kom fram að fjörutíu læknar hafi fengið bréf frá embættinu á árinu með athugasemdum um lyfjaávísanir þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira