Herbert leitar sonar síns í heimi fíkniefna Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2018 07:00 Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00
Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30