Flugeldar

Fréttamynd

Slökkvi­lið höfuð­borgar­svæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flug­eldum

„Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki fá alla til sín á gaml­árs­dag

Björgunarsveitirnar búast við góðri flugeldasölu í ár og hefur sala farið mjög vel af stað í desember. Vel gekk í fyrra og upplifa björgunarsveitarmenn aftur svipaða stemningu í samfélaginu nú þegar tveir stærstu söludagarnir eru fram undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala

„Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Banna full­yrðingar Lands­bjargar um „um­hverfis­væna flug­elda“

Neytendastofa hefur lagt bann við fullyrðingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í auglýsingum sínum um sölu þeirra á „umhverfisvænni flugeldum“. Eru fullyrðingarnar taldar ósannaðar, veita rangar upplýsingar um helstu einkenni vörunnar og til þess fallna að hafa áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda.

Neytendur
Fréttamynd

Mikið um ónæði vegna flugeldasprenginga

Lögregla sinnti alls 84 verkefnum á klukkutímunum tólf á milli klukkan sautján síðdegis í gær þangað til klukkan fimm í nótt. Þar af voru 25 útköll vegna tilkynninga um hávaða og ónæði vegna flugeldasprenginga á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Magnað dróna­mynd­band af flug­elda­dýrðinni við Hall­gríms­kirkju

Duglega var skotið upp af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu í tilefni áramóta í gærkvöldi. Skotgleðin við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti náði hámarki í kringum miðnætti en Egill Aðalsteinsson tökumaður fréttastofu náði mögnuðum drónamyndum af flugeldadýrðinni í gær. Myndband Egils má sjá hér fyrir neðan.

Lífið
Fréttamynd

Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Möguleg lausn að banna stórar skotkökur

Mikil svifryksmengun myndaðist á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna flugelda sem skotið var upp. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir slíka megun skaðlega heilsu fólks og að hugsanlega væri hægt að setja kvóta á hversu mikið magn megi flytja inn af flugeldum og banna ákveðnar tegundir flugelda.

Innlent
Fréttamynd

Allt að tíu stiga frost í dag

Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Skotglaðir trufluðu í öllum hverfum

Mjög bar á tilkynningum um hávaða eða ónæði vegna flugeldasprenginga í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt, að því er segir í dagbók lögreglu. Hið sama var uppi á teningnum í fyrrinótt.

Innlent