Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. janúar 2022 00:28 Vaktmaður hjá slökkviliðinu segir ástandið skelfilegt. Sírenuvæl hefur borist víða um borgina í kvöld og nótt. „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. „Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka. Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka.
Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu