Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Þór sendur til Grindavíkur með varaafl

Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt varðskip sem fær líklega nafnið Freyja

Ríkisstjórnin hefur fallist á tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að hafist verði handa við kaup á nýlegu varðskipi. Ástæðan er alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Kostnaður við viðgerð er talin nema meiru en sem svarar verðmæti skipsins eða um hundrað milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Mest traust til Land­helgis­gæslunnar en minnst til borgar­stjórnar

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum

Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út.

Innlent
Fréttamynd

Týr flutti sjúkling frá Siglufirði

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð til í gær vegna sjúkraflutnings frá Siglufirði. Hvorki var hægt að flytja sjúkling landleiðina né í sjúkraflugi vegna slæms veðurs og ófærðar.

Innlent
Fréttamynd

Varðskipið Þór heldur vestur á firði

Varðskipið Þór verður til taks í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður þar á meðan þurfa þykir.

Innlent
Fréttamynd

Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fluttir með þyrlu á Land­spítalann

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt tvo göngumenn, sem slösuðust á Móskarðshnúkum á þriðja tímanum í dag, á Landspítalann í Fossvoginn og lenti þar fyrir skömmu. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Deilan komin til gerðardóms

Gerðardómur mun úrskurða um laun og kjör flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Í gær var kjaradeilu flugvirkjanna og ríkisins vísað til gerðardóms þar sem ekki tókust kjarasamningar fyrir þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Þór sendur til að sækja vélarvana Lagarfoss

Varðskipinu Þór er nú siglt í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem er vélarvana. Flutningaskipið er um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga og varð vélarvana í gær. Til stendur að draga skipið til hafnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Árið 2020 í myndum

Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu veikt barn

Áhöfn TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á þriðja tímanum nótt vegna veiks barns.

Innlent
Fréttamynd

Sigldu í jóla­tré og sendu Gæslunni kveðju

Þegar varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skoðuðu feril björgunarskipsins Gísla Jóns frá Ísafirði blasti við þeim heldur jólaleg sjón. Ferillinn myndaði jólatré úti á Ísafjarðardjúpi, enda stutt í hátíðirnar.

Lífið
Fréttamynd

Tilkomumikill strókur þegar tundurskeytið var sprengt

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag.

Innlent