Fréttir

Fréttamynd

Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar

Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn á næstu tíu dögum

Stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) vonast til þess að ráða nýjan framkvæmdastjóra á næstu dögum. Þetta staðfestir Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður FSÍ, í samtali við Markaðinn. Finnbogi Jónsson, sem stýrt hafði sjóðnum frá stofnun hans, lét af störfum í byrjun janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dómari bíður eftir sérstökum

Sex milljarða skaðabótamál slitastjórnar Glitnis, kennt við félagið Aurum Holding, á hendur stjórnendum bankans er nú í biðstöðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari vill vita hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara á málinu áður en lengra verður haldið.

Innlent
Fréttamynd

Gengi Pandoru hrundi í gær

Gengi hlutabréfa í danska skartgripaframleiðandanum Pandoru féll um 9% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir 2011. Virði hlutabréfa Pandoru hefur bein áhrif á virði seljendaláns sem Seðlabanki Íslands veitti nýjum eigendum FIH bankans haustið 2010. Eins og stendur stefnir í tugmilljarða króna tap Seðlabankans vegna veitingu lánsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Neikvætt viðhorf til asískra kvenna algengt

Lítilsvirðing í garð asískra kvenna er áberandi í íslenskum fjölmiðlum, bókmenntum og kvikmyndum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Cynthiu Trililani, meistaranema í menntunarfræðum í Háskóla Íslands. Í viðtali við Fréttablaðið segir Cynthia að Íslendingar séu gjarnir á að alhæfa um asískar konur. Hún kveðst tala út frá eigin reynslu og vinkvenna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarklasinn hagkerfinu mikilvægur

Sjávarútvegur og klasi sem myndast hefur í kringum geirann stóðu undir fjórðungi af landsframleiðslu Íslands árið 2010. Þetta er niðurstaða þeirra Ragnars Árnasonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands, og Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Íslenska sjávarklasans, sem rannsakað hafa þýðingu klasans fyrir íslenskt efnahagslíf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi

Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða.

Innlent
Fréttamynd

Nýtingarsamningar sem framtíðarleið

Hér fer á eftir tillaga að leið sem er ætlað að skapa jafnræðisgrundvöll fyrir útgerðarfyrirtæki til að þróast í, jafnframt því að þjóðin fái notið eðlilegs arðs af nýtingu auðlindarinnar. Leið sem er ætlað að koma á stöðugu en lifandi og þjálu umhverfi fyrir sjávarútveginn. Þessi tillaga er um aðferð (% og árafjölda ber að taka með fyrirvara) við að ná markmiðum um þjóðareign á auðlindum sjávar á grundvelli „samningaleiðarinnar“. Hér er einungis fjallað um langtíma veiðirétt (aflahlutdeildir).

Skoðun
Fréttamynd

Hagar voru fyrstir eftir bankahrun

Smásölurisinn Hagar var fyrsta félagið sem skráði sig í Kauphöll Íslands eftir bankahrun. Sú skráning átti sér stað í desember síðastliðnum. Skráningargengið var 13,5 krónur á hlut, en áttföld eftirspurn var eftir hlutabréfunum. Þeir sem fjárfestu í bréfum í Högum hafa þegar ávaxtað fé sitt um rúman fimmtung því að gengi félagsins nú er rúmlega 17 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn tjáði sig ekki

Borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar vildu ekki tjá sig um verkefnisfjármögnun Hverahlíðarvirkjunar á fundi borgarstjórnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Sveiflur í álverði voru HS Orku dýrar í fyrra

Lækkun á heimsmarkaðsverði á áli kostaði HS Orku tæpa 1,5 milljarða króna á síðasta ári. Auk þess var gengistap fyrirtækisins um 850 milljónir króna. Þessir þættir urðu fyrst og síðast til þess að HS Orka tapaði 937 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins sem birtur var í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu

Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um frávísun á hluta málsins

Tekist var á um frávísunarkröfu á atriði sem Guðlaugur Sigmundsson og eiginkona hans bættu við meiðyrðamálsókn sína á hendur Teiti Atlasyni kennara í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag.

Innlent
Fréttamynd

Grískur harmleikur

Margir önduðu léttar eftir að víðtækri endurskipulagningu skulda og efnahags Grikklands lauk á dögunum eftir þriggja ára karp. Niðurstaða Grikklands, lánardrottna þeirra, Seðlabanka Evrópu, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er auðvitað gríðarlega íþyngjandi fyrir almenning í Grikklandi, sem sýpur nú seyðið af flónsku og undirferli þeirra sem hafa stýrt ríkinu síðustu árin og áratugina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hver maður borðar 10 kíló

Landsmenn borðuðu samtals 3.134 tonn af nautakjöti á síðasta ári samkvæmt samantekt Landssambands kúabænda. Það þýðir að hver Íslendingur borðaði að meðaltali tæp tíu kíló af nautakjöti á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Tal þarf að draga verulega saman

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að Tal verði að lækka lúkningargjöld sín úr 12,5 í 5,5 krónur á mínútu. Frá og með næstu áramótum eiga þau síðan að lækka niður í 4,0 krónur á mínútu. Forstjóri fyrirtækisins segir að ákvörðunin setji verulegt strik í reikninginn hjá Tali, sem hefur áfrýjað henni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með fjóra bása í Kolaportinu

Fjölskylduhjálp Íslands verður með fjóra sölubása í Kolaportinu fyrstu þrjár helgarnar í mars. Tugir sjálfboðaliða munu selja þar notaðan og nýjan fatnað til styrktar starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu 38.000 undirskriftir

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudag. Þar voru honum afhentar tæplega 38.000 undirskriftir til stuðnings kröfunni um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um.

Innlent
Fréttamynd

Helmingi fleiri ferðamenn

Árið 2011 komu rúmlega helmingi fleiri ferðamenn til Ísafjarðar heldur en árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Markaðsstofu Vestfjarða og greint er frá á vef Bæjarins besta.

Innlent
Fréttamynd

Afganar mótmæla bókabrennu

Meira en tvö þúsund fokreiðir Afganar mótmæltu fyrir utan flugstöð Bandaríkjahers í Bagram, skammt norðan við höfuðborgina Kabúl.

Erlent
Fréttamynd

Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldeyrisútboð á næstu vikum

Seðlabanki Íslands hefur birt áætlun um tímasetningar næstu þriggja gjaldeyrisútboða sinna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Stefnir bankinn að því að halda útboð 28. mars næstkomandi, 9. maí og 20. júní.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja heimild skorta fyrir starfsuppsögn

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gæti veikt stöðu innlendra aðila

Félag löggiltra endurskoðenda segir frumvarp um undanþágu skatta og gjalda af IPA styrkjum Evrópusambandsins (ESB) ekki fylgja þeirri kröfu að styrkirnir skuli renna óskiptir til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið, en það verður líklega afgreitt innan skamms úr efnahags- og viðskiptanefnd til annarrar umræðu á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Milljarður í áætlun sem óvissa ríkir um

Unnið hefur verið að rammaáætlun síðan árið 1999. Þremur verkefnisstjórnum og nokkrum skýrslum síðar er enn deilt um útkomu hennar og það sem meira er; sjálfar forsendurnar fyrir henni. Stjórnarflokkunum gengur illa að koma sér niður á endanlega flokkun náttúrusvæða og málið gæti reynst þeim erfitt.

Innlent