Telja heimild skorta fyrir starfsuppsögn 21. febrúar 2012 06:30 Gunnar Andersen Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur farið fram á að fá rýmri frest til þess að andmæla boðaðri uppsögn hans. Lögmaður Gunnars sendi stjórn FME bréf þessa efnis í gær, þegar rann út frestur sem Gunnari hafði verið gefinn. Stjórn FME fundaði um málið í gærkvöld. Fundinum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í bréfi lögmanns Gunnars er fresturinn sagður almennt of stuttur og andstæður meginreglum stjórnsýslusaga. Gunnari barst síðastliðinn föstudag tilkynning um „hina fyrirhuguðu löglausu uppsögn" líkt og segir í bréfinu. „Andmælafrestur er því aðeins einn virkur dagur." Í bréfinu er kallað eftir þeim nýju gögnum sem vísað hefur verið til að byggja eigi á uppsögn Gunnars. Þá er óskað skýrari svara frá stjórn FME um hvort mál Gunnars sé enn til rannsóknar. „Ef það er rétt óskast haldbærar skýringar á því hvernig hægt er að boða uppsögn með löglegum hætti meðan rannsókn er ekki lokið." Eins má ráða af bréfinu það álit að lagaheimild skorti fyrir uppsögninni og bent á að í bréfi stjórnar frá því um helgina sé vísað til sjötta töluliðar þriðju greinar stjórnsýslulaga sem lagaheimildar fyrir henni. „Eins og kunnugt er fjallar tilvitnuð lagagrein um sérstakt vanhæfi í einstökum málum sem getur orðið þess valdandi að að viðkomandi stjórnvald þarf að segja sig frá afgreiðslu tiltekins máls. Gerð er krafa um að upplýst verði hvort hér er um innsláttarvillu að ræða og ef svo er óskast upplýst á hvaða lagaheimild hugmyndin er að byggja uppsögnina á komi til hennar." Skömmu áður en bréf Gunnars barst stjórn FME í gær sagði Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, að stjórnin hafi veitt honum viðbótarfrest eins og þurfa þyki og kvað það mundu gert áfram bærist um það beiðni. Aðalsteinn hafnar því hins vegar að Gunnari hafi verið veittur ósæmilega skammur frestur til andmæla. „Þetta er hluti af ferli sem staðið hefur yfir lengi og í því hefur Gunnari Þorsteini verið gefin tækifæri til að koma á framfæri sínum athugasemdum. Hann hefur fengið til þess rúman frest og fengið aukinn frest þegar eftir því hefur verið leitað. En þessi stutti frestur er gefinn í ljósi forsögunnar." Aðalsteinn segir um leið ljóst að málinu sé ekki lokið og verði það ekki fyrr en með ákvörðun stjórnar FME. „Og hún verður ekki tekin fyrr en öll gögn liggja fyrir." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira