200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi 22. febrúar 2012 06:00 löndun Viðsnúningurinn í sjávarútveginum er um 200 milljarðar íslenskra króna frá árslokum 2008. Fréttablaðið/ Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. Steingrímur sagði þetta til marks um að sjávarútvegurinn væri að endurheimta sinn fyrri styrk frá því fyrir hrun. Fjárfestingar væru að aukast og í heildina tekið væri afkoman góð með framlegð upp undir 30 prósent af tekjum. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, var málshefjandi í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um starfsumhverfi sjávarútvegsins. Hann sagði sjávarútveginn búa við meiri skattlagningu en aðrar atvinnugreinar. Hann greiddi til að mynda 4,5 milljarða króna í veiðigjald sem að öllum líkindum hefðu að öðrum kosti runnið til fjárfestinga og framþróunar í greininni. Gunnar Bragi minnti á að sjávarútvegur væri hátækniiðnaður en byggi við mun meiri óvissu en aðrar greinar. „Hvernig gengi ferðaþjónustunni ef menn vissu ekki hvaða flugfélög myndu fljúga næsta sumar til og frá landinu?" Þetta endurspeglaði áhyggjur flestra stjórnarandstæðinga sem töldu óvissuna í greininni allt of mikla. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina hafa skapað óþolandi óvissu um greinina, ekki síst með frumvarpi þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. „Það er ekki langt síðan sjávarútvegsráðherra lýsti því yfir að það tæki hann ekki meira en um þrjár vikur að ganga þannig frá málum að hann gæti komið með frumvarp inn í þingið," sagði Illugi. Steingrímur hefði verið tvo mánuði í embætti, en ekkert bólaði á frumvarpinu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vitnaði til þess að hagnaður sjávarútvegsins á síðasta ári hefði verið á fimmta tug milljarða króna. Tímabært væri að sjávarútvegurinn skilaði almenningi eðlilegri hlutdeild í þeim arði. „Það eru dregin að landi sem nemur 10 kg af fiski á hvern íbúa á landinu á hverjum einasta degi allan ársins hring." Tryggja yrði hlutdeild þjóðarinnar í aflaverðmætinu. Steingrímur sagði óvissu í sjávarútvegi ekki uppfinningu ríkisstjórnarinnar. Lengi hefði verið deilt um fyrirkomulag fiskveiða og sú deila yrði ekki leyst fyrr en menn tækju höndum saman um málið. Af orðum Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, var ekki að sjá að sú sátt væri í sjónmáli: „Það er lífsspursmál að spúla dekkið og losna við óværuna. Ríkisstjórnina burt." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira