Stærsta einkavæðing Íslands 22. febrúar 2012 06:00 Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj Fréttir Klinkið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Auk Horns er gert ráð fyrir að sex önnur félög muni óska eftir skráningu á markað á síðari hluta þessa árs eða á fyrri hluta þess næsta. Þau eru öll, beint eða óbeint, að hluta til eða öllu leyti í eigu Landsbankans. Landsbankinn er í 81 prósents eigu íslenska ríkisins. Virði eigna þessara félaga hleypur á hundruðum milljarða króna. Ljóst er að gangi öll söluáformin eftir mun verða um að ræða stærstu sölu eigna í eigu ríkisins sem farið hefur fram í Íslandssögunni. Horn er að fullu í eigu Landsbankans. Félagið á meðal annars um helmingshlut í Promens, sem er leiðandi á heimsvísu í framleiðslu plastafurða, og 12,5 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka eiganda Marels. Búist er við því að næsta félag á eftir Horni til að skrá sig á markað verði Eimskip og að það muni gerast í lok september eða byrjun október. Horn á 3,95 prósenta hlut í Eimskipi. Á meðal annarra fyrirtækja sem hafa tilkynnt um skráningaráform eru Reginn, fasteignafélag í 100 prósenta eigu Landsbankans, og Reitir, fasteignafélag sem Landsbankinn á 29,6 prósenta hlut í. Þá hefur verið greint frá því opinberlega að eigendur Advania og olíurisans N1 hafi hug á því að skrá þau félög á markað. Búist er við því að það geti gerst seint í haust eða á fyrri hluta ársins 2013. Framtakssjóður Íslands (FSÍ) á 79 prósenta hlut í Advania og um 55 prósenta hlut í N1. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn. Þá lýstu bæði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, því opinberlega yfir í lok síðasta árs að vilji væri til þess að skrá bankann á markað. Steinþór sagði í viðtali við Klinkið á Vísi.is í desember síðastliðnum að hann teldi það geta gerst á árinu 2012. - þsj
Fréttir Klinkið Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira