„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum. 29.11.2024 12:07
„Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ „Svo teiknar hann flóttafólk og innflytjendur upp sem stórkostlega ógn við okkar innviði, fólk sem er ógn við þessa innviði er fólk sem borgar ekki til samfélagsins, við erum að verða af hundruðum milljarða út af skattsvikum, við erum að verða af hundruðum milljarða út af fákeppni umhverfinu á Íslandi. Þessir herramenn hér voru báðir í Panama-skjölunum, nóta bene, talandi um að skila ekki til samfélagsins.“ 28.11.2024 23:11
„Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Leiðtogum stjórnmálaflokkanna varð heitt í hamsi þegar að þeir ræddu húsnæðismarkaðinn, lóðaframboð og aðkomu ríkisins að uppbyggingu í kappræðum flokksleiðtoganna í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld. 28.11.2024 21:14
„Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ „Maður finnur að fólk vill breytingar. Það er skýlaus krafa um samheldna ríkisstjórn. Þetta eru náttúrulega frábærar tölur. Við erum auðvitað afar þakklát. Liðið er bara samheldið, það eru engin vandræði og fullt af reynslu og þekkingu og bara gleði. Ég er samt keppnismanneskja, leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn. Það eru tíu mínútur eftir af seinni hálfleik.“ 28.11.2024 20:13
Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs „Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“ 28.11.2024 18:39
Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28.11.2024 17:29
„Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ „Í starfi mínu sem orkumálastjóri hef ég séð þetta skýrum augum hvernig við erum að selja búta úr landinu og það er enginn mikið að pæla í því ef þetta er jörð hér og þar. En þegar þetta raðast upp eins og púsluspil þá verður til heildarmynd á tiltölulega stuttum tíma. Það sem er að gerast þegar þú selur jörð, þá ertu að selja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi og jarðefnin með.“ 27.11.2024 21:15
Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ 27.11.2024 20:19
Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Jóhannes Haukur Jóhannesson heldur áfram að sanka að sér hlutverkum erlendis en nú hefur leikarinn tilkynnt að hann muni fara með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Marvel, Captain America: Brave New World, þó að enn sem komið er sé leyndarmál hvaða persónu hann muni glæða lífi. 27.11.2024 18:37
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27.11.2024 18:10