Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31.8.2023 21:04
Pallborðið á Vísi: Ræða ákvörðun Svandísar Katrín Oddsdóttir lögmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi og Andrés Jónsson almannatengill mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 18:55 og fara yfir ýmsar hliðar hvalveiðimálsins. 31.8.2023 18:20
Sekta Samskip um 4,2 milljarða vegna samráðs Samkeppniseftirlitið hefur sektað Samskip um 4,2 milljarða og telur fyrirtækið hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samraði við Eimskip. Samskip hafnar niðurstöðu eftirlitsins. 31.8.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hvalveiðar mega hefjast aftur á miðnætti með þröngum skilyrðum. Matvælaráðherra segist ekki vera í embættinu til að láta sína villtustu drauma rætast og að spurningin um framtíð þeirra sé ennþá gild. Mótmælendur komu saman við hvalveiðiskipin við höfnina í dag og framleiðslufyrirtækið True North hefur farið fram á lögbann við veiðunum. 31.8.2023 18:01
Lenti saman á Sæbraut Reiðhjólaslys varð á hjólastígnum á Sæbraut í Reykjavík nú síðdegis. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang auk lögreglubíls. 31.8.2023 17:55
Skildi jeppann eftir á Nýbýlavegi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í morgun um umferðaróhapp á Nýbýlavegi í Kópavogi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 31.8.2023 17:33
Hagnaður Regins jókst um 66 prósent Hagnaður fasteignafélagsins Regins jókst um rúm 66 prósent á milli ára en fyrstu sex mánuði ársins nemur hann um 6,1 milljarð króna, samanborið við 3,7 milljarða á sama tíma í fyrra. 30.8.2023 23:32
„Er það ósk allra að heilbrigðisstarfsfólk fari í gegnum svona ferli?“ Ásta Kristín Andrésdóttir, meðstjórnandi Heilsuhags, vill vekja fólk til umhugsunar um það hve flókin atvik geta verið sem upp koma á spítala og að yfirleitt sé aldrei neinum einum um að kenna. Hún kallar eftir breytingum á verkferlum lögreglu í slíkum málum og vill að hlutlaus nefnd fari yfir slík mál áður en lögregla taki þau til rannsóknar. 30.8.2023 22:55
Atlantsolía á raforkusölumarkað Atlantsorka hefur hafið sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja um land allt og er þar með nýtt fyrirtæki á raforkusölumarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. 30.8.2023 21:20
Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. 30.8.2023 21:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent