Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Til­efni fyrir alla vald­hafa að hlusta“

Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri sam­stöðu sem hafi myndast á Arnar­hóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti til­efni fyrir vald­hafa til að hlusta.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli.

Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi

Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. 

Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu

Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Aukinn þungi er í árásum Ísraelshers á Gaza og hátt í fimm hundruð létust í loftárásum í nótt. Brýn þörf er á hjálpargögnum og læknir segir ungbörn og sjúklinga í bráðri hættu.

Sel­tirningar þreyttir á lé­legum grenndar­gámum Reykja­víkur og setja upp sína eigin

Sel­tirningar hafa nú í bí­gerð að koma upp tveimur grenndar­stöðvum á Sel­tjarnar­nesi. Bæjar­stjóri Sel­tjarnar­ness segir íbúa vestur­bæjar Reykja­víkur því ekki þurfa að hafa á­hyggjur af auknu á­lagi á grenndar­gáma í Vestur­bænum. Hann hefur á­hyggjur af nýjum gang­brautar­ljósum við JL húsið og segir íbúa ekki spennta yfir til­hugsuninni um sam­einingu við Reykja­vík.

Sam­herji borgar ekki laun starfs­fólks í kvenna­verk­falli

Norð­lenska fisk­vinnslu­fyrir­tækið Sam­herji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrir­tækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðju­dag, þegar boðað hefur verið til kvenna­verk­falls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri.

Sjá meira