„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. desember 2023 09:03 Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“ Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Ásmundur Einar var gestur. Eins og fram hefur komið birtust niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnuninni, sem er á vegum OECD, síðastliðinn þriðjudag. Könnunin sýnir að íslenskir fimmtán ára nemendur hafi dregist aftur úr. Fjörutíu prósent nemendanna búa ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi sem er talsvert lakari árangur en meðaltal OECD. Komi ekki allskostar á á óvart „Það er auðvitað þannig að þetta eru bara alvarlegar niðurstöður og krefja okkur um að rýna það sem við erum að gera og það hef ég sagt,“ segir Ásmundur Einar. „En á sama tíma kemur þetta kannski ekki allskostar á óvart. Við höfum séð ákveðna þróun fara niður á við á undanförnum árum eða áratug. Við sjáum líka að Covid faraldurinn er að hafa áhrif alls staðar.“ Ísland sé þó að lækka meira heldur en öll Norðurlöndin. Öll lönd innan OECD hafi lækkað í könnuninni í þetta skiptið. „Þannig að þetta gerir kröfu til okkar til þess að rýna það sem við erum að gera, vegna þess að við erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu þessi misserin og þegar að svona kemur þá þurfum við að meta með hvaða hætti það hefur áhrif.“ Á sama tíma bendir Ásmundur á að könnunin hafi verið lögð fyrir nemendur í mars 2022. Það séu að verða tæp tvö ár síðan. „Við erum búin að vera að gera ýmsar breytingar síðan en segi líka að þegar við fáum svona niðurstöður þá þurfum við líka að hafa það hugfast að breytingar á menntakerfinu eru ekki þannig að við getum gert eitthvað í dag og það geti haft áhrif strax á morgun. Þetta eru langtímabreytingar.“ Aukin þjónusta og nýtt matskerfi Ásmundur segir að verið sé að útbúa nýtt matskerfi fyrir menntakerfið. Þar verði á ferðinni sérstakur matsferill bæði fyrir kennara en líka fyrir stjórnendur sem nýtist þá til að meta stöðu hvers skóla eða sveitarfélags og miðla því áfram. „Það var þannig að við erum með lagaheimild til þess að fresta samræmdum prófum á meðan við erum að vinna að þessu. Við reiknum með því og þessi vinna er í fullum gangi. Við reiknum með því að útlínur að þessu verði til snemma á nýju ári.“ Þá segir Ásmundur að í undirbúningi sé löggjöf núna sem miði að því að tryggja skólum heildstæða skólaþjónustu. Það skipti máli að kennarar séu með verkfæri til þess að sinna sínum verkefnum. Á hvaða hátt? „Með þeim hætti, bæði þegar kemur að námsgögnum en líka þegar kemur að allri stoðþjónustunni. Þið hafið verið með talmeinafræðinga hér, það er allskonar stoðþjónusta sem þarf inn í skólana til þess að aðstoða börn af erlendum uppruna, en fjöldi þeirra hefur stóraukist á síðustu árum. Það hefur enginn verið með það hlutverk að vera með þetta þjónustuhlutverk við menntakerfið, fyrr en nú.“
Skóla - og menntamál Bítið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira