Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segja upp allt að fjór­tán þúsund manns

Finnska fjar­skipta­fyrir­tækið Nokia hyggst segja upp á milli níu þúsund til fjór­tán þúsund starfs­manna fyrir lok árs 2026. Er um að ræða að­halds­að­gerðir. Um er að ræða rúmlega sextán prósent af heildarfjölda starfsfólks.

Há­karlinn kom alltaf nær og nær

„Við bjuggumst alveg við því að sjá hvali, enda mikið af þeim þarna fyrr um daginn og meira að segja höfrungar, en við bjuggumst ekki við því að sjá há­karl,“ segir Skarp­héðinn Snorra­son sem var á­samt systur sinni, kærasta hennar og hundi á bát í Stein­gríms­firði þegar þau tóku eftir ugga há­karls sem veitti bátnum eftir­för.

Birta tossa­lista yfir þá sem ekki virða kvenna­­verk­­fall

Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins á þriðju­dag hyggjast birta tossa­lista yfir at­vinnu­rek­endur sem hamla þátt­töku kvenna og kvára í kvenna­verk­fallinu. For­maður BSRB segir mark­miðið að tryggja að sem flest geti tekið þátt.

Hefur lagt ó­lög­lega án at­huga­semda í 34 ár

Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum.

Brit­n­ey greinir frá því hvers vegna hún snoðaði sig

Banda­ríska tón­listar­konan Brit­n­ey Spears hefur greint frá því hvers vegna hún snoðaði sig árið 2007. At­hæfið vakti heims­at­hygli en söng­konan segir nú í væntan­legri ævi­sögu sinni að það hafi verið sín við­brögð við ofsa­fengnum út­lits­kröfum.

Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina.

Yfir­gefur Taylor Swift fyrir ísraelska herinn

Ísraelskur maður sem gætti banda­rísku tón­listar­konunnar Taylor Swift á tón­leikum hennar í sumar hefur yfir­gefið Banda­ríkin og haldið aftur til síns heima, þar sem hann hyggst ganga til liðs við ísraelska herinn.

Allt mat­væla­eftir­lit fari til ríkisins

Ein­róma niður­staða starfs­hóps um fyrir­komu­lag eftir­lits með hollustu­háttum, mengunar­vörnum og mat­væla­eftir­liti, er sú að þörf sé á því að færa allt eftir­lit til stofnana ríkisins. Hópurinn leggur til að níu eftir­lits­stofnanir, svo­kallaðar heil­brigðis­nefndir, á vegum sveitar­fé­laga verði lagðar niður.

„Sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf“

Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir að sér sé gjör­sam­lega mis­boðið vegna upp­sagnar fé­lags­manns síns sem starfaði í steypu­skála hjá Norður­áli. Hann segir að starfs­manninum, sem starfaði í sau­tján ár hjá fyrir­tækinu, hafi verið sagt upp vegna þess að hann hafi talað illa um fyrir­tækið og mætt á fjöl­skyldu­skemmtun án þess að skrá sig.

Hamas liðar hafi verið orðnir ör­væntingar­fullir

Albert Jóns­son, sér­fræðingur í al­þjóða­málum, segir ó­hjá­kvæmi­legt að Ísraels­her muni her­nema Gasa­ströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast á­hyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í sam­skiptum Ísraela við aðrar Araba­þjóðir í Mið­austur­löndum.

Sjá meira