Hamas liðar hafi verið orðnir örvæntingarfullir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir óhjákvæmilegt að Ísraelsher muni hernema Gasaströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast áhyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í samskiptum Ísraela við aðrar Arabaþjóðir í Miðausturlöndum. 15.10.2023 13:42
Piper Laurie er látin Bandaríska leikkonan Piper Laurie, sem þekktust er fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Hustler og Carrie en einnig sjónvarpsþáttaröðum líkt og Twin Peaks og Will & Grace er látin. Hún var 91 árs gömul. 15.10.2023 11:05
Sprengisandur: Úkraína, breytt ríkisstjórn og Gasa Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 15.10.2023 09:30
„Ranka við mér og átta mig á því að hún er dáin“ „Það var náttúrulega hræðilega flókið og erfitt að skilja hana eftir á spítalanum en ég er samt svo þakklát fyrir þennan tíma,“ segir Sigrún Kristínar Valsdóttir, stjórnarkona í Gleymmérei Styrktarfélagi, en hún og Lárus Örn Láruson misstu dóttur sína Ylfu Sigrúnar Lárusdóttur eftir 38 vikna meðgöngu í desember 2021. 15.10.2023 09:14
Kosningar í Póllandi: Tvísýnt hvernig fer Kjördagur er runninn upp í Póllandi þar sem þingkosningar fara fram í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Samhliða ganga Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðanakannanir er alls óvíst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi samsteypustjórn. 15.10.2023 08:33
Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. 15.10.2023 07:56
Rigningarlegt og lægð væntanleg til landsins Veðurstofa Íslands spáir því að suðvestanátt verði ríkjandi á landinu í dag, fremur hæg víðast hvar. Víða verður rigning, en á Norðurlandi snjóar þó líklega eitthvað fram á morguninn en svo á einnig að hlýna þar. 15.10.2023 07:18
Ljósleiðari slitnaði á Vesturlandi Ljósleiðari Mílu á milli Akraness og Borgarness slitnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu. 14.10.2023 12:36
Vaktin: Lyklaskipti á mánudag Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsætisráðherra, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag. 14.10.2023 09:34
Segjast ekki hafa endurheimt lík fallinna borgara Ísraelsher hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að herinn hafi náð að endurheimta lík tugi borgara sem fallið hafi í árás Hamas liða í suðurhluta Ísrael. 14.10.2023 09:12