Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 07:56 Palestínumenn aðstoða særða í rústum eftir loftárásir Ísraelsmanna í flóttamannabúðum sem kenndar eru við Rafah. AP Photo/Hatem Ali Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira