Hafi þrjár klukkustundir til að flýja Gasa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 07:56 Palestínumenn aðstoða særða í rústum eftir loftárásir Ísraelsmanna í flóttamannabúðum sem kenndar eru við Rafah. AP Photo/Hatem Ali Þúsundir Palestínumanna halda áfram að flýja frá norðurhluta Gasastrandar í aðdraganda innrásar Ísraelshers. Herinn hefur tilkynnt að innrásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraelsmönnum að bregðast við haldi Ísraelar áfram hernaði sínum gegn Gasa. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins kemur fram að Ísraelsher hafi ekki veitt nákvæmari upplýsingar um aðgerðir sínar og hvenær af árásinni verður. Borgurum hefur verið gert af hernum að nýta sér einn veg sem liggur frá Beit Khanoun til Khan Yunis. Eiga þeir að nýta veginn til flótta á milli klukkan 10:00 og 13:00 að staðartíma í dag og heitir herinn því að loftárásum verði ekki beitt þar í grennd á meðan. Upprunalega gaf Ísraelsher borgurum 24 klukkustundir á föstudag til þess að flýja norðurhluta Gasa. Sá tímarammi rann út síðdegis í gær en enn hefur Ísraelsher ekki látið verða af árás sinni. Þúsundir ísraelskra hermanna hafa komið saman við landamærin og heimsótti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þá í gær og lofaði því að þeim yrði veittur allur stuðningur sem Ísraelsríki gæti veitt þeim. Í hið minnsta 1300 Ísraelsmenn hafa látist vegna árása Hamas liða og 3400 eru særðir. Óljóst er hve mörgum gíslum Hamas liðar halda á Gasaströndinni. Þá hafa í hið minnsta 2329 Palestínumenn látist í átökunum og rúmlega tíu þúsund manns slasast í loftárásum Ísraelsmanna. Tugir þúsunda íbúa á Gasa hafa yfirgefið heimili sín. Hættan eykst á að átökin breiðist út Þá greina ísraelskir miðlar frá því að írönsk stjórnvöld hafi sent þeim ísraelsku skilaboð vegna árása Ísraela á Gasaströndina. Segjast þau munu skerast í leikinn ef Ísrael lætur ekki af árásum sínum. Utanríkisráðherra landsins, Hossein Amir Abdollahian er sagður hafa hitt Tor Wennesland, erindreka Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum í Beirút í gær. Hann er sagður hafa lýst því yfir að írönsk stjórnvöld væri mikið í mun um að koma í veg fyrir að átökin breiddust út en hefðu sín takmörk, sérstaklega ef Ísraelsmenn myndu gera innrás inn á Gasaströnd. Íranir hafa í gegnum árin ítrekað stutt Hamas samtökin á Gasaströndinni í stríði þeirra gegn Ísrael, sem og Hisbolla í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa sakað þau írönsku um að styrkja vígahópa í Sýrlandi um vopn og létu meðal annars til skara skríða í gærkvöldi gegn flugvöllum í landinu. Sögðu heimildarmenn Reuters að ljóst væri að ísraelsk stjórnvöld væru með þessu að hefta birgðaflutningar frá Íran til Sýrlands. Nokkrir dagar eru síðan að Ísraelsher gerði loftárásir á flugvelli í landinu, í von um að eyðileggja flugbrautir.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira