Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. 26.10.2023 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. 26.10.2023 18:00
Arion banki skilaði 6,1 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 6.131 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2023, í samanburði við 5.008 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 26.10.2023 17:36
Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika. 26.10.2023 07:01
Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 25.10.2023 22:50
Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. 25.10.2023 22:21
Skjálfti 3,6 að stærð á Reykjanesi Jarðskjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kílómetra norðvestur af Þorbirni á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. 25.10.2023 21:31
Nýjar outlet fataverslanir opna í Holtagörðum Þrjár fataverslanir, NTC, S4S og Föt og skór, opna nýjar verslanir í Holtagörðum á morgun, svokallaðar „outlet“ verslanir. Verslanirnar eru alls um 4.500 fermetrar að stærð. 25.10.2023 20:05
Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðarbungu Stór jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Bárðarbungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð. 24.10.2023 23:04
Repúblikönum mistekst leiðtogavalið í þriðja sinn Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tekst ekki að velja þingforseta en Tom Emmer varð í dag þriðji Repúblikaninn á örskömmum tíma sem ekki fær nægilegan stuðning í atkvæðagreiðslum þingmanna. Flokkurinn fer með meirihluta í fulltrúadeildinni. 24.10.2023 22:42