Býður mökum barna sinna að greiða þjónustugjald Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 10:00 Theodór Francis Birgisson félags- og fjölskylduráðgjafi. Stöð 2 Félagsráðgjafi segir það algengt að foreldrum líki ekki við tengdabörn sín. Hann segist sjálfur setja reglur á eigin heimili og býður mökum barna sinna að greiða þjónustugjald eða taka þátt í heimilisstörfum. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Theodór Francis Birgisson, sem er klínískur félagsráðgjafi. Hann segir dæmi vera um það að foreldrar eyðileggi fyrir samböndum barna sinna vegna þessa. Snýst upp í andhverfu sína „Það er mjög algengt að foreldrar hafi ákveðnar fyrirfram gefnar hugmyndir um það hvernig börnin eigi að verða, hvað þau eiga að læra, hverja þau eiga að umgangast,“ segir Theodór. „Svo þegar að börnin verða eldri, stálpuð og unglingar og fara að velja sér einhverja lífsförunauta, þá átta foreldrar sig ekki á því að þau hafa sjaldnast atkvæðisrétt og jafnvel ekki tillögurétt.“ Hann segir foreldra upp að vissu marki geta haft áhrif á makaval barna sinna. Síðan taki barnið ákvörðunina. Það snúist yfirleitt upp í andhverfu sína þegar foreldrar skipti sér of mikið af. „Það gerir það yfirleitt. Annað hvort snýst það alveg upp í andhverfu sína eða þú ert búinn að negla barnið þitt í einhvern farveg sem er ekkert víst að barnið þitt hefði nokkurn tímann viljað.“ Setur sjálfur tóninn Theodór segist hafa þá kenningu að einstaklingar eigi álíka góð samskipti við tengdafólkið sitt og maka barnanna sinna og þeir viji sjálfir vera í. „Þú setur alltaf tóninn,“ segir Theodór. Hann segist sjálfur þekkja það að hafa eignast tengdabörn sem jafnvel komi úr fjölskyldum með allt aðra menningu en hans eigin. „Um leið og tengdabarn flytur inn á okkar heimili, þá gilda okkar reglur. Það á við um bæði þrif og bara verkaskiptingu á heimilinu. Kannski er ég ýktur að því leytinu til, að ég hef leyft þeim sem hafa flutt heim til okkar að ráða því hvort þau borgi okkur þjónustugjald eða taki þátt í þjónustunni. Það hefur í einu tilfelli ekki endilega verið vel séð, en samt sem áður, okkar reglur gilda í okkar húsi.“ Val barnsins skipti meira máli Theodór segist sjálfur hafa verið heppinn með sín tengdabörn. Þau hafi verið skemmtileg en það geti hins vegar komið fyrir að tengdabörn séu erfið í samskiptum og segist hann geta ímyndað sér að þar sem það gerist geti dýnamíkin orðið erfið í fjölskyldunni. „Og þá myndi ég segja að það er mjög mikilvægt að fjölskyldan geti sest niður og talað um það og þá er ekkert athugavert að segja: „Mér þarf ekkert að líka við tengdabarnið mitt. Mér þarf heldur ekkert að líka við tengdafólkið mitt almennt.“ En ef þú sættir þig við það, hvað svo? „Ef barnið mitt er hamingjusamt með þeim aðila sem barnið mitt hefur valið þá þarf það að skipta mig meira máli en hvort að ég sé mjög ánægður með ráðahaginn.“ Theodór bætir því við að öðru máli gegni um það ef að einstaklingurinn væri klárlega að hafa vond áhrif á barnið. Þá myndi hann reyna að opna augu barnsins fyrir því með einhverjum hætti. „En valdið er ekki lengur okkar. Þegar barnið er orðið fullorðið, orðið átján vetra, þá er það orðið fullorðið og ræður sínum hag sjálft.“ Erfitt þegar foreldrar sakna fyrrverandi Theodór segir að það séu mörg dæmi um það að foreldrum þyki vænt um maka barna sinna og sakni þeirra þegar það slitnar upp úr sambandinu. Sé barn í spilinu sé mikilvægt að foreldrar haldi vinskap við makann. Það geti hins vegar oft verið erfitt fyrir nýjan maka. „Ef barnið upplifir að þú sért ofsalega ánægður með gamla makann en þolir síðan ekki nýja makann. Hvernig á makinn minn að geta komið hingað í kaffi eða mat og gamli makinn er alltaf hafður í hávegum?“ Er það ekki ósanngjarnt gagnvart þeim nýja? „Það er bæði ósanngjarnt gagnvart nýja makanum og gagnvart barninu því að barnið þitt, sem er þá orðið fullorðið, er sett í alveg gríðarlega erfiða stöðu. Þannig að ég myndi segja að þú þarft alltaf að virða ákvörðunarrétt barnsins þíns og treysta því að þú hafir alið barnið þitt þannig upp að barnið viti og kunni sínum fótum forráða.“ Erfiður árstími Theodór segir að slíkt sé eitt af mörgum málum sem komi inn á sitt borð. Árstíminn nú, þegar stutt sé í jól, sé sá þar sem mikið álag sé á fjölskyldum. Margar leiti sér aðstoðar fagfólks á þessum tíma. „Þetta er erfiður tími. Út af allskonar svona málum,“ segir Theódór. Hann segir alltaf gott að taka samtalið með fagaðila, fyrir þær fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum, en tekur fram að um ferli sé að ræða. „Ég hef stundum notað orðatiltækið: Þú lærir ekki dönsku á einni helgi. En þú getur kannski lært að segja já og nei og kannski á dönsku á einni helgi. Þannig að einn tími er miklu betri heldur en enginn tími.“ Verður að elska val barnanna þinna Þekkirðu dæmi þess þar sem foreldrar eru ekki sáttir við tengdabarnið og geri allt lymskulega til þess að eyðileggja? „Já, því miður. Stundum tekst það. Það er ekki gott, því þá er foreldrið farið að manipulera bæði barnið sitt og það hefur síðan áhrif inn í alla fjölskylduna. Ef það eru börn í spilinu hjá barninu okkar og maka þá er þetta náttúrulega algjörlega afleitt.“ Hvaða skilaboð hefurðu til foreldra sem eru kannski ekki alveg sátt við tengdabörnin sín? „Það er hluti af því að elska barnið sitt að elska val barnsins síns, hvort sem maður skilur það eða skilur það ekki.“ Fjölskyldumál Ástin og lífið Bítið Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Theodór Francis Birgisson, sem er klínískur félagsráðgjafi. Hann segir dæmi vera um það að foreldrar eyðileggi fyrir samböndum barna sinna vegna þessa. Snýst upp í andhverfu sína „Það er mjög algengt að foreldrar hafi ákveðnar fyrirfram gefnar hugmyndir um það hvernig börnin eigi að verða, hvað þau eiga að læra, hverja þau eiga að umgangast,“ segir Theodór. „Svo þegar að börnin verða eldri, stálpuð og unglingar og fara að velja sér einhverja lífsförunauta, þá átta foreldrar sig ekki á því að þau hafa sjaldnast atkvæðisrétt og jafnvel ekki tillögurétt.“ Hann segir foreldra upp að vissu marki geta haft áhrif á makaval barna sinna. Síðan taki barnið ákvörðunina. Það snúist yfirleitt upp í andhverfu sína þegar foreldrar skipti sér of mikið af. „Það gerir það yfirleitt. Annað hvort snýst það alveg upp í andhverfu sína eða þú ert búinn að negla barnið þitt í einhvern farveg sem er ekkert víst að barnið þitt hefði nokkurn tímann viljað.“ Setur sjálfur tóninn Theodór segist hafa þá kenningu að einstaklingar eigi álíka góð samskipti við tengdafólkið sitt og maka barnanna sinna og þeir viji sjálfir vera í. „Þú setur alltaf tóninn,“ segir Theodór. Hann segist sjálfur þekkja það að hafa eignast tengdabörn sem jafnvel komi úr fjölskyldum með allt aðra menningu en hans eigin. „Um leið og tengdabarn flytur inn á okkar heimili, þá gilda okkar reglur. Það á við um bæði þrif og bara verkaskiptingu á heimilinu. Kannski er ég ýktur að því leytinu til, að ég hef leyft þeim sem hafa flutt heim til okkar að ráða því hvort þau borgi okkur þjónustugjald eða taki þátt í þjónustunni. Það hefur í einu tilfelli ekki endilega verið vel séð, en samt sem áður, okkar reglur gilda í okkar húsi.“ Val barnsins skipti meira máli Theodór segist sjálfur hafa verið heppinn með sín tengdabörn. Þau hafi verið skemmtileg en það geti hins vegar komið fyrir að tengdabörn séu erfið í samskiptum og segist hann geta ímyndað sér að þar sem það gerist geti dýnamíkin orðið erfið í fjölskyldunni. „Og þá myndi ég segja að það er mjög mikilvægt að fjölskyldan geti sest niður og talað um það og þá er ekkert athugavert að segja: „Mér þarf ekkert að líka við tengdabarnið mitt. Mér þarf heldur ekkert að líka við tengdafólkið mitt almennt.“ En ef þú sættir þig við það, hvað svo? „Ef barnið mitt er hamingjusamt með þeim aðila sem barnið mitt hefur valið þá þarf það að skipta mig meira máli en hvort að ég sé mjög ánægður með ráðahaginn.“ Theodór bætir því við að öðru máli gegni um það ef að einstaklingurinn væri klárlega að hafa vond áhrif á barnið. Þá myndi hann reyna að opna augu barnsins fyrir því með einhverjum hætti. „En valdið er ekki lengur okkar. Þegar barnið er orðið fullorðið, orðið átján vetra, þá er það orðið fullorðið og ræður sínum hag sjálft.“ Erfitt þegar foreldrar sakna fyrrverandi Theodór segir að það séu mörg dæmi um það að foreldrum þyki vænt um maka barna sinna og sakni þeirra þegar það slitnar upp úr sambandinu. Sé barn í spilinu sé mikilvægt að foreldrar haldi vinskap við makann. Það geti hins vegar oft verið erfitt fyrir nýjan maka. „Ef barnið upplifir að þú sért ofsalega ánægður með gamla makann en þolir síðan ekki nýja makann. Hvernig á makinn minn að geta komið hingað í kaffi eða mat og gamli makinn er alltaf hafður í hávegum?“ Er það ekki ósanngjarnt gagnvart þeim nýja? „Það er bæði ósanngjarnt gagnvart nýja makanum og gagnvart barninu því að barnið þitt, sem er þá orðið fullorðið, er sett í alveg gríðarlega erfiða stöðu. Þannig að ég myndi segja að þú þarft alltaf að virða ákvörðunarrétt barnsins þíns og treysta því að þú hafir alið barnið þitt þannig upp að barnið viti og kunni sínum fótum forráða.“ Erfiður árstími Theodór segir að slíkt sé eitt af mörgum málum sem komi inn á sitt borð. Árstíminn nú, þegar stutt sé í jól, sé sá þar sem mikið álag sé á fjölskyldum. Margar leiti sér aðstoðar fagfólks á þessum tíma. „Þetta er erfiður tími. Út af allskonar svona málum,“ segir Theódór. Hann segir alltaf gott að taka samtalið með fagaðila, fyrir þær fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum, en tekur fram að um ferli sé að ræða. „Ég hef stundum notað orðatiltækið: Þú lærir ekki dönsku á einni helgi. En þú getur kannski lært að segja já og nei og kannski á dönsku á einni helgi. Þannig að einn tími er miklu betri heldur en enginn tími.“ Verður að elska val barnanna þinna Þekkirðu dæmi þess þar sem foreldrar eru ekki sáttir við tengdabarnið og geri allt lymskulega til þess að eyðileggja? „Já, því miður. Stundum tekst það. Það er ekki gott, því þá er foreldrið farið að manipulera bæði barnið sitt og það hefur síðan áhrif inn í alla fjölskylduna. Ef það eru börn í spilinu hjá barninu okkar og maka þá er þetta náttúrulega algjörlega afleitt.“ Hvaða skilaboð hefurðu til foreldra sem eru kannski ekki alveg sátt við tengdabörnin sín? „Það er hluti af því að elska barnið sitt að elska val barnsins síns, hvort sem maður skilur það eða skilur það ekki.“
Fjölskyldumál Ástin og lífið Bítið Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira