Smakkaði skötu í beinni: „Sjitturinn, kött!“ Efnt var til skötuveislu í grunnskólanum í Garði í kvöld, um hásumar. Magnús Hlynur tók stöðuna á skipuleggjendum og rak upp óp þegar hann bragðaði á kæstri skötunni. 17.7.2024 21:38
Fyrsta heimasmíðaða útvarp landsins til sýnis Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. 16.7.2024 22:52
Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð. 15.7.2024 20:05
Bustarfellsdagurinn í glæsilegum torfbæ Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar. 14.7.2024 12:23
Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. 13.7.2024 20:04
Bongóblíða á Vopnaskaki um helgina Það iðar allt af lífi og fjöri á Vopnafirði um helgina en þar fer fram fjölskylduhátíðin Vopnaskak fram í bongóblíðu. 13.7.2024 12:31
Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. 12.7.2024 20:05
Sætustu karlarnir eru á Íslandi Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir. 10.7.2024 20:04
Reynir Pétur gengur miklu minna en hann gerði Göngugarpurinn Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur heldur dregið úr gönguferðum sínum því hann er komin með gangráð af því að hann var svo fljótur að mæðast. Þess í stað hjólar hann mikið, auk þess að vera á rafskutlu. 8.7.2024 20:04
Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. 7.7.2024 20:05