Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2025 20:04 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð hefur nú verið lokað í eitt ár vegna mikilla endurbóta á lauginni og útisvæði hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira