Rabarabarahátíð í gamla bænum á Blönduósi Rabarabarahátíð fer fram í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabbabarinn verður í aðalhlutverk. Þá verður draugaganga líka í boði, sem endar við kirkjuna í kvöld, auk fuglaskoðunar svo eitthvað sé nefnt. 29.6.2024 12:15
Landsvirkjun með hundraðasta frisbígolfvöll landsins Svo virðist sem frísbílgolfæði hafi runnið á landsmenn því nú var Landsvirkjun að opna hundraðasta völl landsins við Ljósafossstöð í Grímsnes og Grafningshreppi. Völlurinn er sagður vera sá allra flottasti í landinu. 28.6.2024 21:05
Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. 25.6.2024 20:06
Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. 23.6.2024 20:04
12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá. 23.6.2024 13:05
Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkjubæjarklaustri Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu. 22.6.2024 20:05
Ný tækifæri fyrir 200 þúsund tonn af úrgangi „Hringrásarklasinn“ er nýtt verkefni á vegum Umhverfisstofnunar en með því er ætlunin í samstarfi við fyrirtæki að finna ný tækifæri fyrir tvö hundruð þúsund tonn af úrgangi, sem annars yrði hent. 22.6.2024 13:30
Þreyta vegna umræðunnar um umhverfismál Alltof miklum verðmætum er sóað á Íslandi og má tengja það aukinni velmegun í landinu. Þá eru landsmenn orðnir þreyttir á umræðunni um umhverfismál því hlutirnir gerast svo hægt. Þetta kom meðal annars fram á fundi á Hvolsvelli í dag. 19.6.2024 20:05
Um 700 manns mættu á Apavatn Um 700 manns mættu á Apavatn rétt við Laugarvatn um helgina á fjölskylduhátíð Rafiðnaðarsambands Íslands, sem er með eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins við vatnið. 18.6.2024 20:04
Bjuggu til 47 síðna EM hefti til að dunda við Pálína Kroknes Jóhannsdóttir, grunnskólakennari í Flóaskóla í Flóahreppi í samstarfi við ungan Eyjamann, Kristófer Daða Viktorsson, 9 ára hafa gert „EM 24 verkefnahefti” í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu. 17.6.2024 19:11