Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gildi heldur á­fram að stækka nokkuð við stöðu sína í bönkunum

Á undanförnum vikum hefur Gildi haldið áfram að bæta við sig bréfum í bönkunum en í liðnum mánuði keypti sjóðurinn fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í Íslandsbanka og Kviku. Aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins heldu einnig uppteknum hætti og stækkuðu stöður sína.

Miðað við arð­semi eru ís­lenskir bankar „á til­boði“ í saman­burði við þá nor­rænu

Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Kald­bakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi að­stæður“ fram­undan

Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra.

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

„Þurfum að spyrja hvort sam­keppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Viska stofnar nýjan sjóð sem mun einkum fjár­festa í hluta­bréfum

Fjárfestingafélagið Viska Digital Assets hefur tekið upp nýtt nafn og heitir nú Viska sjóðir. Samhliða nafnabreytingunni kynnir félagið nýjan sjóð, Viska macro, sem byggir á heildarsýn félagsins á alþjóðlegu efnahagsumhverfi. Nýr sjóður leggur áherslu á fjárfestingar í tækni og hörðum eignum, þar sem uppgangur gervigreindarinnar og áhrif hennar á hagkerfi eru leiðandi stef í stefnu sjóðsins.

Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svig­rúm til að lækka eigin­fjár­hlut­fallið

Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu.

Verð­bólgan lækkar milli mánaða þvert á spár allra grein­enda

Verðbólgan hjaðnaði óvænt í ágústmánuði, meðal annars vegna mikillar lækkunar á flugfargjöldum, en sé litið á spár sex greinenda þá gerðu allir ráð fyrir að verðbólgan myndi haldast óbreytt eða hækka lítillega. Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa lækkaði nokkuð við tíðindin á meðan viðbrögðin á hlutabréfamarkaði eru lítil.

Sjá meira