Gaf grænt ljós á alla samruna í fyrra eftir uppstokkun á stjórn eftirlitsins Samkeppniseftirlitið í Bretlandi samþykkti alla samruna sem komu til skoðunar á liðnu ári, sem er í fyrsta sinn sem slíkt gerist í árabil, en eftirlitið hefur verið undir pólitískum þrýstingi að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ýta undir hagvöxt og aukna samkeppnishæfni atvinnulífsins. 13.1.2026 11:34
Hækka verðmatið á Brim sem er samt talsvert undir markaðsgengi Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi. 12.1.2026 16:30
Ríkisbréfakaup erlendra sjóða minnkuðu um tugi milljarða á sveiflukenndu ári Þrátt fyrir talsvert innflæði á síðustu mánuðum ársins þá reyndist samanlögð hrein fjárfesting erlendra sjóða í ríkisskuldabréfum aðeins um þriðjungur af því sem hún var árið áður. 12.1.2026 10:51
„Óttast“ að næsti gluggi fyrir vaxtalækkun verði ekki fyrr en í maí Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur hækkað skarpt undanfarnar vikur eftir röð neikvæðra verðbólgutíðinda, sem virðist að mestu „heimasmíðað af hinu opinbera“, og búið er að slá verulega á væntingar um vaxtalækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Sérfræðingur á skuldabréfamarkaði segist „óttast“ að næsti gluggi fyrir lækkun vaxta verði ekki fyrr en í vor. 9.1.2026 17:44
Vísaði frá máli flugmanna gegn Icelandair vegna starfslokagreiðslna Máli sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna höfðaði gegn Icelandair þar sem deilt var um rétt flugmanna til sérstakra starfslokagreiðslna við sextugt hefur verið vísað frá en vegna málsins hafði stéttarfélagið gert hlé á kjaraviðræðum við flugfélagið síðasta haust. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfslokaákvæðið, sem flugmenn byggðu kröfur sínar á, teldist ekki hluti af gildandi kjarasamningi og félli ágreiningurinn því utan valdsviðs dómsins. 8.1.2026 15:52
Gæti þurft sex prósenta nafnverðslækkun til að ná jafnvægi á fasteignamarkaði Eigi að takast að leiðrétta það ójafnvægi sem myndaðist á fasteignamarkaði á tímum heimsfaraldurs og lágra vaxta, þegar íbúðaverð hækkaði langt umfram launþróun, þá gæti þurft til um sex prósenta nafnverðslækkun á næstu tveimur árum, að mati sérfræðings. 7.1.2026 15:34
Lífeyrissjóðir og einkafjárfestar leggja EpiEndo til níu milljónir evra Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur lokið útgáfu á breytanlegum skuldabréfum að fjárhæð níu milljónir evra, einkum með þátttöku einkafjárfesta og lífeyrissjóða, en fjármögnuninni er ætlað að gera félaginu kleift að halda áfram þróun á frumlyfi sínu. Það hefur möguleika á að verða fyrsta bólgueyðandi lyfið í töfluformi sem hægt er að nota meðal annars til langtímameðferðar við langvinnri lungnaþembu. 7.1.2026 10:21
Hampiðjan ætti að styrkja stöðu sína í fiskeldi með frekari yfirtökum Hampiðjan ætti að horfa til þess að styrkja enn stöðu sína í fiskeldi og á heimasvæðinu í Norður-Atlantshafi með frekari yfirtökum, að mati hlutabréfagreinenda sem telja að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði, og þar væri meðal annars veiðarfæraframleiðandinn Egersund tilvalið skotmark. Þá eru stjórnendur hvattir til að skoða tvískráningu Hampiðjunnar í Noregi í því skyni að laða erlenda fjárfesta að félaginu og bæta verðmyndun. 6.1.2026 15:22
Fjárfestar halda áfram að færa sig yfir í skuldabréfasjóði Talsvert var um innlausnir fjárfesta úr bæði hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum í nóvember á sama tíma og hreint innflæði í skuldabréfasjóði jókst um milljarða. 5.1.2026 17:09
Framvirk gjaldeyrisstaða fjárfesta tók stökk þegar gengi krónunnar veiktist Fjárfestar og fyrirtæki fóru að bæta verulega í framvirka gjaldeyrisstöðu sína núna seint á haustmánuðum samtímis því að gengi krónunnar fór loksins að gefa nokkuð eftir. Þrátt fyrir að lífeyrissjóðirnir hafi á nýjan leik aukið umsvif sín á gjaldeyrismarkaði á síðustu mánuðum er útlit fyrir að heildarkaup ársins verði aðeins í líkingu við það sem þekktist á tímum faraldursins. 23.12.2025 09:22