Fjárfestarnir sem veðja á að Drangar geti hrist upp í dagvörumarkaðinum Þegar félagið Drangar, sem ætlar að hasla sér völl á dagvörumarkaði í samkeppni við risana tvo sem eru þar fyrir, kláraði yfir þriggja milljarða útboð undir lok síðasta árs voru fjárfestarnir sem bættust við hluthafahópinn að stórum hluta fáeinir lífeyrissjóðir, tryggingafélög og einkafjárfestir. Með þeirri fjármögnun var hægt að halda áfram vinnu við að bæta reksturinn í matvöruhluta Dranga en vænta má þess að verslunum undir merkjum Prís muni fjölga á næstunni. 27.1.2026 12:44
Hækka verðmatið um fjórðung og mæla núna með kaupum í Högum Virðismat á Haga hefur verið hækkað umtalsvert eftir sterkt uppgjör smásölurisans, meðal annars vegnar lækkunar á áhættuálagi og væntinga um betri afkomu, samkvæmt nýrri greiningu. 26.1.2026 16:40
Íbúðalán bankanna skruppu verulega saman og ekki verið minni um langt árabil Aukin samkeppni frá lífeyrissjóðunum á fasteignalánamarkaði og þrengri skilyrði fyrir verðtryggðum lánum átti meðal annars þátt í því að hrein ný íbúðalán viðskiptabankanna drógust saman um tugi prósenta í fyrra og hafa ekki verið minni að umfangi í meira en áratug. 26.1.2026 15:26
Hrund kemur ný inn í stjórn Dranga Á nýafstöðnum hluthafafundi Dranga, nýtt félag á smásölumarkaði og er eigandi að Orkunni, Samkaupum og Lyfjaval, var Hrund Rudolfsdóttir kjörin í stjórn en hún var áður forstjóri Veritas og er stjórnarmaður í nokkrum skráðum fyrirtækjum. 26.1.2026 12:39
Kaldbakur og KEA koma á fót nýjum framtakssjóði Norðlensku fjárfestingafélögin Kaldbakur og KEA hafa gert með sér samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs sem á að fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum. 26.1.2026 12:09
„Ekki mikill vilji“ meðal hluthafa að samruninn við Skaga klárist óbreyttur Nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka telur „allt í lagi líkur“ á því á að boðaður samruni við Skaga muni klárast, en tekur hins vegar fram að hann telji að það sé „ekki mikill vilji“ fyrir því á meðal hluthafa að viðskiptin muni ganga í gegn óbreytt frá því sem um var samið á síðasta ári. 25.1.2026 16:46
Telur að trygg arðgreiðslufélög ættu að vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ Núna þegar aðstæður einkennast af kólnun í efnahagslífinu, aukinni óvissu í alþjóðamálum og útlit fyrir að vextir muni fara lækkandi þá ættu trygg arðgreiðslufélög að reynast „álitlegur fjárfestingarkostur“, að mati hlutabréfagreinanda. Að meðaltali eru félögin á íslenska markaðinum vanmetin um nærri fimmtung. 25.1.2026 13:16
Stærsti erlendi fjárfestirinn selur fyrir meira en milljarð í Íslandsbanka Í fyrsta sinn um langt skeið hefur bandarískur sjóðastýringarrisi, einn allra stærsti hluthafi Íslandsbanka, verið að minnka nokkuð við eignarhlut sinn í bankanum en samhliða hefur hlutabréfaverðið farið lækkandi. 25.1.2026 12:35
Markaðsvirði Amaroq rauk upp og rauf hundrað milljarða múrinn Markaðsvirði Amaroq rauf hundrað milljarða króna múrinn í gær þegar gengi bréfa Amaroq hækkaði skarpt, einkum eftir að markaðurinn opnaði í Kanada. 24.1.2026 13:29
Taívanskt félag kaupir FlyOver fyrir um tíu milljarða Taívanskt félag hefur gengið frá samkomulagi um að kaupa FlyOver Attractions, meðal annars reksturinn hér á Íslandi, fyrir samtals jafnvirði um tíu milljarða króna. 23.1.2026 12:03