Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kjálka­nes selt yfir helminginn af stöðu sinni í Festi á skömmum tíma

Fjárfestingafélagið Kjálkanes, sem er meðal annars í eigu fyrrverandi stjórnarmanns í Festi, hefur á liðlega tveimur mánuðum losað um ríflega helminginn af hlutabréfastöðu sinni í smásölurisanum samtímis þeim mikla meðbyr sem hefur verið með hlutabréfaverði fyrirtækisins. Samanlagður eignarhlutur einkafjárfesta í Festi, sem skilaði afar öflugu uppgjöri fyrr í þessum mánuði, er sem fyrr hverfandi á meðan lífeyrissjóðir eru alltumlykjandi í hluthafahópnum.

Fjór­föld um­fram­eftir­spurn í fyrstu út­gáfu Lands­bankans á AT1-bréfum

Landsbankinn hefur klárað vel heppnaða sölu á á sínum fyrstu víkjandi skuldabréfum sem teljast til eiginfjárþáttar 1, svonefnd AT1-bréf, fyrir samtals hundrað milljónir dala og var umframeftirspurn fjárfesta um fjórföld. Útgáfan er hugsuð til að styrkja eiginfjárgrunn bankans í aðdraganda kaupanna á TM þannig að þau komi ekki niður á arðgreiðslugetu hans.

Stór fjár­festir í Icelandair fær meiri tíma frá SKE til að selja öll bréfin sín

Aðaleigenda Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða, sem er jafnframt einn umsvifamesti einkafjárfestirinn í hluthafahópi Icelandair, hefur verið veittur lengri frestur af Samkeppniseftirlitinu til að losa um allan eignarhlut sinn í flugfélaginu en að öðrum kosti hefði hann þurft að bjóða bréfin til sölu innan fárra mánaða. Þá hafa samkeppnisyfirvöld sömuleiðis samþykkt að vegna breyttra markaðsaðstæðna þá sé tilefni til að fella úr gildi öll skilyrði sem hafa gilt undanfarin ár um takmarkanir á samstarfi milli Ferðaskrifstofu Íslands og Icelandair.

Um­svifa­mikill verk­taki bætist í hóp stærstu hlut­hafa Reita

Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins hefur verið að byggja upp stöðu í Reitum og er núna á meðal allra stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi fasteignafélagsins. Fjárfestar hafa á undanförnum mánuðum verið að sýna fasteignafélögunum aukinn áhuga en hlutabréfaverð þeirra hefur hækkað hvað mest meðal allra félaga í Kauphöllinni á tímabilinu.

Lands­bankinn að styrkja eigin­fjár­stöðuna í að­draganda kaupanna á TM

Landsbankinn hefur fengið erlenda ráðgjafa til að undirbúa sölu á víkjandi skuldabréfi (AT1) að fjárhæð um 100 milljónir Bandaríkjadala, fyrsta slíka útgáfan af hálfu bankans, í því skyni að styrkja eiginfjárgrunninn í aðdraganda fyrirhugaðra kaupa á TM fyrir um 30 milljarða. Kaupin á tryggingafélaginu, sem eru enn í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu, munu án mótvægisaðgerða lækka eiginfjárhlutföll Landsbankans um 1,5 prósentur.

Fátt nýtt í skila­boðum bankans og ekki á­stæðu til að endur­meta vaxta­horfurnar

Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við.

Stjórn SKEL boðar sex milljarða arð­greiðslu til hlut­hafa

Fjárfestingafélagið SKEL, sem fer með meirihluta í Styrkás, hefur ákveðið að bjóða um tíu til fimmtán prósenta eignarhlut í innviðafyrirtækinu til sölu en stefnt er að skráningu þess innan tveggja ára. Þá boðar stjórn SKEL arðgreiðslu til hluthafa – í tveimur jöfnum greiðslum – upp á sex milljarða, nánast allur hagnaður síðasta árs, en það er sambærileg fjárhæð og hefur verið greidd út samanlagt til hluthafa frá árinu 2018.

Viska skilaði 43 pró­senta á­vöxtun eftir mikinn meðvind á raf­mynta­mörkuðum

Á öðru heila rekstrarári Visku Digital Assets, sem einkenndist af metinnflæði í Bitcoin-kauphallarsjóði og breyttu viðhorfi stofnanafjárfesta til rafmyntamarkaða, skilaði fagfjárfestasjóðurinn ríflega 43 prósenta ávöxtun. Á árinu 2025 eru væntingar um að Bitcoin fái aukið vægi hjá stofnanafjárfestum, að sögn sjóðstjóra Visku, jafnframt því sem búast má við miklu frá nýjum yfirvöldum í Bandaríkjunum, meðal annars að settur verði á fót varaforði í Bitcoin.

Önnur stór vaxtalækkun í takt við væntingar en á­fram þörf á þéttu að­haldi

Meginvextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í annað sinn í röð um fimmtíu punkta, sem er í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en peningastefnunefnd segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni áfram næstu mánuði og að spennan í þjóðarbúinu sé í „rénun.“ Nefndin undirstrikar hins vegar að áfram sé þörf á „þéttu“ taumhaldi peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir.

Bjóða hlut­höfum út­göngu út úr Eyri með greiðslu bréfa í JBT-Marel

Stjórn Eyris Invest, einn stærsti hluthafinn í JBT-Marel Corporation, áformar að leggja það til við aðalfund að hlutafé þess verði lækkað með því að bjóða öllum hluthöfum kost á útgöngu út úr fjárfestingafélaginu, sem yrði einkum gert með greiðslu í bréfum í sameinuðu fyrirtæki JBT-Marel. Eftir að hafa fengið meðal annars í sinn hlut tugmilljarða greiðslu í reiðufé við samruna félaganna, sem var nýtt til greiða upp skuldir við íslenska banka, er Eyrir nú orðið skuldlaust.

Sjá meira