Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Al­menningur hefur verið sveltur þegar kemur að mögu­leikanum á að fjár­festa“

Fyrirtækið Spesía, sem segist ætla að hjálpa Íslendingum að stórauka sparnað í erlendum verðbréfum, lauk nýverið við 400 milljón króna sprotafjármögnun, meðal annars frá stofnanda Kerecis. Forstjóri Spesía fullyrðir að almenningur sé búinn að vera sveltur þegar kemur að möguleikanum á að fjárfesta og segir að félagið muni geta boðið lægri þóknanakostnað en hefur þekkst á markaðinum hingað til.

„Blússandi gangur“ á öllum sviðum og verðmat á Högum hækkað um fimmtung

Eftir að hafa skilað „feikna“ góðri afkomu á síðasta ársfjórðungi, einkum vegna reksturs Olís og SMS í Færeyjum, þá er búið að uppfæra verðmat á Högum til verulegrar hækkunar, samkvæmt nýrri greiningu. Stjórnendur Haga vilja auka vægi skulda í dönskum krónum sem gæti leitt til töluverðs sparnaðar í fjármögnun.

Á­forma að nýta tug­milljarða um­fram eigið fé til að stækka lána­bókina er­lendis

Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum.

Verðbólgumælingin veldur von­brigðum og kann að slá á væntingar um vaxtalækkun

Vísitala neysluverðs hækkaði nokkuð umfram spár greinenda í október, einkum þegar kemur að reiknaðri húsaleigu og dagvörum, og gæti mælingin slegið nokkuð á væntingar um að peningastefnunefnd ráðist í vaxtalækkun á næsta fundi vegna versnandi hagvaxtarhorfa. Fjárfestar brugðust viðverðbólgumælingunni með því að selja ríkisskuldabréf.

Banda­rískir sjóðir fyrir­ferða­mestir þegar Ocu­lis kláraði 110 milljóna dala út­boð

Líftæknilyfjafélagið Oculis hefur klárað hlutafjárútboð upp á samtals um 110 milljónir Bandaríkjadala en hið nýja fjármagn kemur nánast alfarið frá erlendum fjárfestingarsjóðum. Fjármögnuninni er ætlað að hraða klínískri þróunarvinnu á einu af þróunarlyfi félagsins við bráðri sjóntaugabólgu en eftir að hafa fengið jákvæða endurgjöf frá FDA fyrr í þessum mánuði hækkuðu bandarískir greinendur verulega verðmat sitt á Oculis.

Grein­endur vænta þess að verð­bólgan haldist yfir fjögur pró­sent næstu mánuði

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi.

Upp­fylla þarf stíf skil­yrði eigi að heimila sam­runa að­eins á grunni hag­ræðingar­

Hagræðing og samlegðaráhrifin sem af því hlýst hafa verið meðal helstu röksemda fyrir mögulegum samrunum fyrirtækja síðustu misseri, meðal annars í landbúnaði og á fjármálamarkaði, en sönnunarbyrðin í slíkri hagræðingarvörn sem hvílir á samrunaaðilum er þung, að sögn stjórnanda hjá Samkeppniseftirlitinu. Fá fordæmi eru sögð liggja fyrir í evrópskum samkeppnisrétti að samrunar séu heimilaðir með vísun í hagræðingarvörn þegar gögn málsins benda til að þeir myndu hafa skaðleg áhrif á neytendur og samkeppni.

Sjá meira