Umfangsmikil leitaraðgerð vegna týndrar flugvélar Umfangsmikil leit stendur yfir að lítilli flugvél sem fór í loftið frá Reykjavík á ellefta tímanum í morgun og ekki spurst til síðan. Þrír farþegar voru í vélinni auk flugmanns. 3.2.2022 14:08
Jurtaolíur hækka mest í verði Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. 3.2.2022 11:00
Nálægðartakmörk á sitjandi viðburðum felld úr gildi Frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. 2.2.2022 16:59
Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2.2.2022 15:48
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2.2.2022 15:02
Aðgerðum lokið í Bríetartúni Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar. 2.2.2022 14:25
Minnst 26 létust þegar rafmagnslína féll á verslunarfólk Minnst 26 létust eftir að þeir fengu raflost þegar rafmagnslína féll á hóp fólks á markaði nærri höfuðborginni Kinshasa í Austur-Kongó í dag. 2.2.2022 13:19
Stefna á að aflétta hraðar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stefnt sé á að aflétta hraðar en fyrirætlanir gera ráð fyrir. Ráðgert er að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveiru hér á landi um miðjan mars en Þórólfur bindur vonir við að hægt sé að gera það enn fyrr. 2.2.2022 11:44
Líst vel á að hópur fólks beri ábyrgð á tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sér lítist vel á að fjölskipuð farsóttarnefnd muni bera ábyrgð á að skila tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. 2.2.2022 11:34
Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. 2.2.2022 10:36