Steindi rifjar upp Pox-æði tíunda áratugarins Í þætti síðustu viku af Blökastinu bauð Steindi Jr. upp á dagskrárliðinn Hoarder hornið. Þátturinn var í mynd og sýndi Steindi þeim Audda og Agli Pox-safnið sitt og kynnti leikinn fyrir áhorfendum. 12.10.2021 15:00
Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12.10.2021 11:22
Björk hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark. 12.10.2021 10:41
Áhrifavaldar mættu skemmtikröftum í nýjasta þætti af Kviss Í nýjasta þætti af spurningaþættinum Kviss mættust lið Fylkis og Aftureldingar. Lið Fylkis skipa áhrifavaldurinn og hagfræðineminn Sunneva Einarsdóttir og dansarinn og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Lið Aftureldingar samanstendur af skemmtikröftunum Steinda Jr. og Dóra DNA. 11.10.2021 16:31
Sjáðu Binna Glee taka á móti lambi: „Mér leið eins og ég væri ljósmóðir“ Í nýjasta þættinum af Æði fara þremenningarnir Patrekur Jamie, Bassi Maraj og Binni Glee í heimsókn á sveitabæinn Kringlu þar sem við fáum að fylgjast með þeim ganga í hin ýmsu störf. 11.10.2021 15:00
Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki. 11.10.2021 14:01
„Þú þarft að vera þú sjálfur því það er það sem mun laða fólk að þér“ „Þetta var bara eitthvað hobbý. Maður var kannski með einhverja drauma en ég bjóst ekkert við því að þeir myndu endilega rætast,“ segir Embla Wigum, ein stærsta TikTok-stjarna okkar Íslendinga. En rúmlega 27 milljónir manns hafa horft á vinsælasta myndbandið hennar. 2.10.2021 07:01
Fékk kórónu í sjöundu tilraun: „Ég bara gat ekki hætt að hugsa um þetta“ „Ég er ennþá að ná mér niður á jörðina, við skulum segja það,“ segir Elísa Gróa Steinþórsdóttir, nýkrýnd Miss Universe Iceland. Það er óhætt að segja að Elísa hafi unnið fyrir titlinum en þetta var í fjórða sinn sem hún tekur þátt í keppninni. 30.9.2021 16:03
Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. 30.9.2021 15:00
Herra Hnetusmjör fann ástina í meðferð Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman. 30.9.2021 06:01