Leikstjóri The Holiday blæs á sögusagnir um framhald Gula pressan í Bretlandi greindi frá því að von væri á framhaldi af jólamyndinni sívinsælu The Holiday. Framleiðandi myndarinnar birti færslu á Instagram nú rétt í þessu þar sem hann sagði þennan orðróm því miður ekki vera sannan. 6.12.2022 16:13
Margrét Rán og Bryndís Hrönn eiga von á sínu fyrsta barni Tónlistarkonan Margrét Rán á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni Bryndísi Hrönn. Parið tilkynnti þessar gleðilegu fréttir með sameiginlegri færslu á Instagram. 6.12.2022 11:49
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6.12.2022 09:01
Stjörnulífið: Jólagleði, bumbumyndir og gleðifréttir Desember er genginn í garð. Í gær var annar sunnudagur í aðventu og er jólahaldið komið á fullt. Vikan einkenndist því af jólatónleikum, jólaboðum og almennri jólagleði sem ætla má að ríki út næstu vikurnar. 5.12.2022 11:52
Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5.12.2022 09:01
„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4.12.2022 10:00
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3.12.2022 09:01
Sjarmatröllið sem vann hug og hjarta þjóðarinnar fyrir nítján árum síðan Það muna eflaust margir eftir hinni sautján ára gömlu Önnu Katrínu sem mætti í áheyrnarprufur fyrir Idol Stjörnuleit fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Anna Katrín vann hug og hjörtu þjóðarinnar og var meðal annars kölluð „sjarmatröll“ og „sviðsdýr“. 2.12.2022 17:01
Rauðglóandi hraun flæddi inn í fullan sal af fólki Um tvö hundruð manns mættu í opnunarteiti Lava Show nú á dögunum. Um er að ræða glænýja sýningu sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Í sýningunni er hraun brætt við 1100 gráður og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki. 2.12.2022 13:00
Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins. 2.12.2022 10:00