Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Ari Sigurpálsson kom Elfsborg yfir aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, í 1-2 sigri á útivelli gegn BK Hacken. 3.8.2025 14:02
Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Heung Min-Son hlaut heiðursskiptingu í sínum síðasta leik fyrir Tottenham, æfingaleik gegn Newcastle sem fór fram í heimalandi hans, Suður-Kóreu. 3.8.2025 13:12
United tilbúið að tapa miklu á Højlund Manchester United er tilbúið að láta Rasmus Højlund fara fyrir þrjátíu milljónir punda, aðeins tveimur árum eftir að hafa keypt hann á um sjötíu milljónir punda. 3.8.2025 11:45
Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Michail Antonio mun ekki fá nýjan samning hjá West Ham í ensku úrvalsdeildinni en verður leyft að æfa og mögulega starfa með unglingaliðinu. Hann er að jafna sig eftir bílslys og hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í desember á síðasta ári. 3.8.2025 10:50
Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Blær Hinriksson og nýju liðsfélagar hans í þýska handboltaliðinu Leipzig voru „niðurlægðir“ af neðri deildar liði á undirbúningstímabilinu og í fyrsta sinn frá upphafi unnu þeir ekki Saxlandsbikarinn. 3.8.2025 10:22
Marta mætti og bjargaði Brasilíu Brasilíska goðsögnin gangandi, Marta, kom inn af varamannabekknum og skoraði tvisvar í úrslitaleik Suður-Ameríku bikarsins. Hún jafnaði leikinn í uppbótartíma og Brasilía stóð svo uppi sem sigurvegari eftir vítaspyrnukeppni gegn Kólumbíu. 3.8.2025 09:44
Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Lionel Messi meiddist aftan í læri og fór af velli eftir aðeins örfáar mínútur í leik Inter Miami og Club Nexaca í norðurameríska deildabikarnum í nótt. Inter Miami vann leikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa skorað jöfnunarmark á lokamínútunum. 3.8.2025 09:26
„Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ „Vá, þessi dagur hefur allt“ sagði fyrirliði og hetja ÍBV með hásri röddu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn KR í Þjóðhátíðarleiknum í Vestmannaeyjum. 2.8.2025 16:13
Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Flestir bjuggust við að baráttan um ráspólinn í ungverska kappakstrinum yrði milli McLaren mannanna Lando Norris og Oscar Piastri, en Charles Leclerc hjá Ferrari var fljótastur í tímatökunum. 2.8.2025 15:36
Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Skriðsundsdrottningin Katie Ledecky lenti í vandræðum og var nálægt því að missa af gullverðlaunum á heimsmeistaramótinu í 800 metra skriðsundi í fyrsta sinn. Hún var önnur þegar aðeins hundrað metrar voru eftir en barðist til baka og hélt krúnunni. Átján ára ungstirni ógnaði drottningunni. 2.8.2025 15:31