

Íþróttafréttamaður
Ágúst Orri Arnarson
Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.
Nýjustu greinar eftir höfund

Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum
Eftir að hann hlaut kjör á ársþingi KKÍ ákvað Kristinn Albertsson að nýta tækifærið til að segja frá „vinsældakosningu“ sem hann rakst á fyrir einhverjum árum, þar sem fullyrt var að „indverskt rottuhlaup“ væri vinsælli íþrótt en handbolti. Ummælin hafa ekki fallið í kramið hjá handboltasamfélaginu hér á landi.

Dagskráin í dag: Undanúrslitaleikur og skemmtilegir þættir
Mánudagur er ekki til mæðu á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Undanúrslitaleik Lengjubikarsins, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, Lögmál leiksins og landsleik Englands gegn Lettlandi má finna á dagskránni.

Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“
Eftir fimm ár og átján töp í röð tókst kvennaliði Real Madrid í fyrsta sinn í dag að sigra sinn helsta keppinaut Barcelona. Leikurinn fór fram á heimavelli Barcelona, sem gerir sigurinn enn merkilegri í augum margra.

Gísli Laxdal snýr heim á Skagann
Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA.

Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn
Handboltalandsliðskonan Andrea Jacobsen skoraði fimm mörk fyrir Blomberg-Lippe í 28-25 sigri gegn Bera Bera í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Mér fannst það svolítið vanta í dag“
Arnar Gunnlaugsson tekur ábyrgð á tapinu gegn Kósovó „ef það þarf að finna einhvern sökudólg“ en segir leikmenn stundum þurfa að bretta upp ermarnar og láta sig vaða í tæklingar.

„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“
Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt.

Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér
Martin Hermannsson gaf tíu stoðsendingar í svekkjandi 80-84 tapi Alba Berlin gegn Wurzburg.

Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda
Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim í seinni leikinn gegn slóvakíska liðinu MSK Iuventa í undanúrslitum Evrópubikarsins. 25-23 urðu lokatölur en Valur var sex mörkum undir í hálfleik.

Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum
Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði og lagði upp mark í 6-0 sigri Vålerenga gegn Kolbotn í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.