Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þjálfari Alberts rekinn

Stefano Pioli hefur verið látinn fara úr þjálfarastarfinu hjá Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni, þar sem liðið er án sigurs eftir tíu umferðir. Daniele Gallopa mun þjálfa Albert Guðmundsson og félaga meðan leitað er að eftirmanni.

Annað tap spút­nikliðsins kom í Manchester

Manchester City lagði Bournemouth 3-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Annað árið í röð ætlar Bournemouth að vera spútniklið mótsins en eftir tíu umferðir hefur liðið tapað tveimur leikjum, gegn Englandsmeisturum Liverpool og nú Man City.

Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk

Andri Már Rúnarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í stað Hauks Þrastarsonar, sem meiddist í æfingaleiknum gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Andri kemur til móts við hópinn í dag og verður með í hinum æfingaleiknum á sunnudag.

Óskar Smári tekur við Stjörnunni

Óskar Smári Haraldsson hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hann kemur frá Fram og tekur við starfinu af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni. 

„Við þurfum að vera betri varnarlega“

Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mættust síðast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og Stólarnir eru fullir tilhlökkunar að hefna þeirra hörmuna, en verða að bæta varnarleikinn að mati þjálfarans.

Sjá meira