Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins.

Læknar boða miklu harðari að­gerðir

Læknar boða til vikulegra verkfalla samtímis á öllum vinnustöðvum lækna sem verkfall nær til frá 25. nóvember og fram að páskum. Aðra vikuna eru allir vinnustaðir lækna í verkfalli frá miðnætti til tólf á hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Hina vikuna eru verkföll ýmist mánudag og miðvikudag eða þriðjudag og fimmtudag með sama fyrirkomulagi.

Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru með mikinn viðbúnað í Sólheimum í Reykjavík í hádeginu eftir að tilkynning barst um konu þar í miklu ójafnvægi fyrir utan hús við götuna.

Spá auknu at­vinnu­leysi og hag­vexti

Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, meðal annars vegna loðnubrests.

Berg­þór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Amma lýsir blóðugum niður­gangi og ör­væntingu for­eldra

Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur.

Verk­fall í MR sam­þykkt í annarri til­raun

Endurtaka þurfti atkvæðagreiðslu um verkfall í Menntaskólanum í Reykjavík. Niðurstöður liggja fyrir og var boðun verkfalls samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þetta kemur fram á vef Kennarasambandsins.

Sjá meira