Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Greiði við ný­lega ein­hleypa konu sprakk í and­lit flutningsþjónustu

Flutningsþjónusta sem par nokkuð rekur þarf að punga út nokkur hundruð þúsund krónum eftir að hafa stefnt nýlega einhleypri konu vegna vangreiðslu. Konan sagði eiganda og bílstjóra þjónustunnar hafa boðið aðstoð endurgjaldslaust og blöskraði svo þegar reikningur upp á tæplega hundrað þúsund krónur barst.

Sæ­mundur ný­legur for­stöðu­maður hjá HR

Sæmundur Friðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni við Háskólann í Reykjavík. Hann hóf störf í júní síðastliðnum að því er segir í tilkynningu frá háskólanum.

Endur­koma flatjarðar­kenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“

Ef þau ljúga um þetta, hvað annað er þá uppspuni? Árið 2015 gengu tveggja þúsund ára gamlar hugmyndir um að jörðin sé flöt í endurnýjun lífdaga. Að allt sem okkur hafi verið sagt um hnattlaga lögun jarðar sé lygasamsæri vísindamanna og yfirvalda í því skyni að kúga almenning.

Valtýr furðar sig á ó­hróðri, níði og að­dróttunum syst­kina

Valtýr Sigurðsson, sem hafði umsjón með rannsókn á Geirfinnsmálinu fyrir hálfri öld, furðar sig á óhróðri, persónulegu níði og ólögmætum aðdróttunum í nýlegri skoðunargrein. Sú staðreynd að lögregluyfirvöld hafi ekki hlustað á aðstandendur nýlegrar bókar með kenningum segi sína sögu.

Ekkja í Hafnar­firði missti af í­búð þrátt fyrir sam­þykki

Atli Þór Albertsson, fasteignasali og skemmtikraftur, segir fasteignasölu í Hafnarfirði og byggingaverktaka hafa svikið tengdamóður sína við fasteignakaup. Hún hafi samþykkt uppsett verð, selt íbúðina sína en síðan fengið þau svör að íbúðin hefði verið seld öðrum í millitíðinni. Fasteignasalan og verktakinn bendi hvor á annan en Atli vekur athygli á því að enginn hafi svo mikið sem beðið tengdamóður sína afsökunar.

Skrýtin skila­boð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú

Einn frægasti bassaleikari landsins og neyðarvarnarfulltrúi hjá Rauða krossinum segir ekki rétt að segja fólki sem er nýorðið edrú að það sé ekki edrú nema það sæki AA-fundi það sem eftir sé lífsins. Í edrúmennskunni sendir hann hugsanir um hve „næs væri að fá sér aðeins“ beint til föðurhúsanna. 

Sjá meira