Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt 25 ára kona sem greindist með bráðahvítblæði fyrir tveimur árum segir níu mánaða dóttur sína hafa verið sinn allra mest drifkraft í gegnum erfiða lyfjagjöf í lengri tíma. Hún hefur nú lokið meðferð og er orðin tveggja barna móðir eftir að hafa óvænt orðið ófrísk. 22.8.2025 11:02
Áfall fyrir RIFF Skipuleggjendur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík urðu fyrir því áfalli aðfaranótt miðvikudags að brotist var inn á skrifstofu þeirra við Tryggvagötu og munum stolið. Biðlað er almennings ef einhver getur hjálpað til við að endurheimta munina. 22.8.2025 10:33
Gjörólíkt gengi frá kosningum Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast. 21.8.2025 15:01
Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Íbúar í Skagafirði hafa verið án rafmagns síðan rétt fyrir klukkan tvö þegar vörubíll keyrði undir Rangárvallalínu 1 með þeim afleiðingum að hún leysti út. Engin slys urðu á fólki. 21.8.2025 14:41
Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn. 21.8.2025 12:58
Magnús Eyjólfsson er látinn Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands í kata, er látinn 54 ára gamall. Magnús lést á Landspítalanum þann 15. ágúst eftir stutt veikindi. 21.8.2025 12:36
Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Móðir í Reykjanesbæ biður foreldra að brýna fyrir börnum sínum að það sem gæti virkað sem saklaus hrekkur gæti leitt til alvarlegs slyss. Málið er til skoðunar hjá lögreglu. 21.8.2025 11:25
Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. 20.8.2025 14:16
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. 20.8.2025 11:41
Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. 20.8.2025 10:50