Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. 20.8.2025 10:18
Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. 19.8.2025 16:19
Súpan með pappírnum innkölluð Icelandic Food Company ehf. hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum mexíkóska kjúklingasúpu sem Krónan selur undir sínu vörumerki. Neytandi vakti athygli á því í gær að klósettpappír hefði fundist í pakka með súpunni. 19.8.2025 09:52
Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. 15.8.2025 10:19
Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði ASÍ gagnrýnir harðlega seinagang íslensku olíufélaganna þegar kemur að söluverði á bensíni og ýjar að samráði. Verð félaganna breytist iðullega á sama tíma og þá jafn mikið. Hagfellt samspil heimsmarkaðsverðs olíu og gengis íslensku krónunnar hafi lítil áhrif á verð á bensíni. 14.8.2025 11:14
Valdi hættur að spila í neðri deildunum Viðskiptavinir í Geisladiskabúð Valda þurfa ekki lengur að draga inn magann og halda niðri í sér andanum þegar þeir mætast í búðinni. Flutningar eru á næsta leiti í sögufrægt húsnæði þar sem verður nóg pláss til að vafra um. 14.8.2025 06:46
Sögulegur hagnaður á samrunatímum Hagnaður Kviku banka eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam rúmlega 1,4 milljarði króna samanborið við 777 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjórinn telur samruna við Arion banka munu taka níu til tólf mánuði. 13.8.2025 16:02
Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Guðbjörg Norðfjörð Elísdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hamranesskóla sem reiknað er með að taki til starfa haustið 2026. Skólinn verður tólfti grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ, sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólarnir Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. 13.8.2025 15:40
Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Regnbogafáni var skorinn niður við Grensáskirkju í Reykjavík um helgina. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Prestar í Fossvogsprestakalli vilja bjóða þeim sem eru ósammála því að kirkjan flaggi fánanum til samtals. 13.8.2025 13:30
Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Gjáin milli mismunandi menningarheima verður brúuð með óhefðbundnum listgjörningi ljóðskálds og plötusnúðar við Klapparstíg á Menningarnótt. Söguleg sátt hefur náðst og óvæntur viðburður opnar MOMENT, Menningarnæturtónleika DJ Margeirs og Icelandair í ár. 13.8.2025 07:01