Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Hrafn Splidt Þorvaldsson var kjörinn nýr formaður Sambands ungra Framsóknarmanna á 50. Sambandsþingi þess síðastliðna helgi. Hann tekur við af Gunnari Ásgrímssyni sem gaf ekki kost á sér aftur eftir tveggja ára formennsku. 9.10.2025 11:33
Veðrið setur strik í reikninginn Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey í kvöld hefur verið aflýst vegna mikils sjógangs og ölduhæðar á Faxaflóa. Hægt verður að fylgjast með tendrun hennar í beinu streymi. 9.10.2025 11:28
Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum „Það er mér mikill heiður að vera hér í dag. Ísland á sérstakan stað í hjarta palestínsku þjóðarinnar.“ Þetta var það fyrsta sem Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, sagði þegar hún ávarpaði íslenska fjölmiðla rétt fyrir fund hennar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra í utanríkisráðuneytinu. 9.10.2025 10:38
Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Rannveig Rist hyggst láta af störfum sem forstjóri ISAL í Straumsvík í maí eftir þrjátíu ár í forstjórastól. Rannveig greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Linkedin. 8.10.2025 16:14
Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Björk Guðmundsdóttir er meðal þeirra sem lýsa yfir fullum stuðningi við tónlistarkonuna Möggu Stínu sem numin var á brott af ísraelska hernum ásamt öðrum áhafnarmeðlimum bátsins Conscience í nótt. Hún ber samband Palestínu og Ísraels saman við sex hundruð ára sögu Íslands sem nýlendu. Fjölmiðlafólk undrast svívirðingarnar sem Magga Stína verður fyrir á netinu. 8.10.2025 11:48
Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Jarðböðunum verður lokað í þrjá mánuði um áramótin á meðan framkvæmdir standa yfir við byggingu nýs hús. Jarðböðin munu taka upp erlenda heitið Earth Lagoon Mývatn en halda um leið íslenska nafninu Jarðböðin. 8.10.2025 10:24
Þungt símtal bónda í Skagafirði Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir. 7.10.2025 18:31
Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Tveir karlmenn um og yfir tvítugt auk fimm ungmenna hafa verið ákærð fyrir að hafa í hótunum við og ræna ungmenni í Hafnarfirði. Karlmennirnir eru einnig ákærðir fyrir skemmdarverk, líkamsárásir og margt fleira. 7.10.2025 16:40
Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum. 7.10.2025 10:40
Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Stjórn Húsasmiðjunnar hefur ráðið Birnu Ósk Einarsdóttur sem forstjóra félagsins. Hún tekur við starfinu af Árna Stefánssyni sem lét af störfum í maí eftir tólf ára starf. 6.10.2025 11:13