Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Innlent
Fréttamynd

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrefna og Steinn ný í stjórn Samorku

Þau Hrefna Hallgrímsdóttir, Veitum, og Steinn Leó Sveinsson hjá Skagafjarðarveitum tóku í dag sæti í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna í fyrsta sinn. Þá verður Kristín Linda Árnadóttir áfram fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku næstu tvö árin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar gerðar á framkvæmdastjórn Marel

Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Marel, sem taka gildi frá og með deginum í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Marel að markmið breytinganna sé að skerpa á skilvirkni í rekstri, stjórnun lykilfjárfestinga til að auka hraða og sveigjanleika og styðja við vaxtarmarkmið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lóa Björk um borð í Lestina

Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar Egill nýr forstjóri Samkaupa

Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera

Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi.

Viðskipti innlent