Ráðin til Nox Medical Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2023 10:32 Brynja Vignisdóttir, Carlos Teixera, Hlynur Davíð Hlynsson og Ellisif Sigurjónsdóttir. Aðsend Brynja Vignisdóttir, Ellisif Sigurjónsdóttir, Hlynur Davíð Hlynsson, Carlos Teixera og Lisa Spear hafa öll verið ráðin til íslenska hátæknifyfirtækisins Nox Medical. Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fyrirtækið framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma en starfsmenn telja nú hátt í níutíu og hefur þeim fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Í tilkynningu kemur fram að Brynja komi til starfa sem sérfræðingur í persónuverndarmálum hjá gæðadeild Nox Medical. „Hún útskrifaðist úr Háskólanum í Maastricht í Hollandi 2021 þar sem hún nam lögfræði með áherslu á Evrópuréttindi, með sérhæfingu í persónuvernd og upplýsingaöryggismálum. Meðfram námi og eftir útskrift starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi hjá Háskólanum í Maastricht þar sem hún kom að fjölbreyttum verkefnum á sviði persónuverndar. Brynja mun bæði sjá um að veita ráðgjöf og vinna að persónuverndarmálum innan Nox Medical. Hún mun einnig veita ráðgjöf til starfshópa innan fyrirtækisins í samstarfi við rannsóknaraðila og þjónustuverkefni þar sem unnið er með persónuupplýsingar og/eða persónugögn. Ellisif Sigurjónsdóttir kemur til starfa sem markaðssérfræðingur. Ellisif er með tvær meistaragráður í markaðs- og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður sem sviðsstjóri markaðssviðs hjá Ásbirni Ólafssyni þar sem hún stýrði markaðssetningu fjölmargra ólíkra vörumerkja. Hún mun stýra sýnileika og þátttöku Nox Medical í erlendum ráðstefnum og viðburðum auk þess að sjá um framkvæmd og eftirfylgni með markaðsefni og markaðsherferðum fyrirtækisins Hlynur Davíð Hlynsson kemur til starfa sem sérfræðingur í gervigreind og gagnavísindum. Hann lauk nýlega doktorsprófi í gervigreind frá Ruhr-háskólanum í Bochum og var nýdoktor hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í að vinna með læknisfræðileg textagögn. Í starfi sínu hjá Nox Medical mun hann vinna við rannsóknir á klínískum gögnum með það að markmiði að greina heilsufarslegan og fjárhagslegan ávinning af heilbrigðisþjónustu bandarískra systurfyrirtækja Nox Medical - Nox Enterprise og FusionSleep. Carlos Teixera er ráðinn sem sérfræðingur í klínískum rannsóknum. Carlos er með mastersgráðu í taugavísindum og gráðu í líftölfræði á sviði heilbrigðisvísinda. Hann hefur sérhæft sig í kæfisvefni og er núverandi forseti Evrópskra svefntæknifræðingafélagsins. Hjá Nox Medical mun Carlos vinna með læknum og vísindafólki við að birta nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni. Einnig mun hann sjá um klíníska þjálfun sölufólks, dreifingaraðila og viðskiptavina Nox Medical ásamt því að styðja við markaðsaðgerðir fyrirtækisins um allan heim. Carlos kemur til Nox Medical frá Philips þar sem hann sinnti sambærilegu hlutverki ásamt því að leiða viðskiptaþróun á svefnmarkaða fyrirtækisins. Lisa Spear kemur til Nox Medical sem samskiptastjóri og textasmiður. Lisa er með meistaragráðu í blaðamennsku frá Columbia háskólanum og hefur víðtæka reynslu sem blaðamaður og ritstjóri með áherslu á vísindi. Lisa starfaði áður sem aðstoðarritstjóri og blaðamaður hjá tímaritinu Sleep Review Magazine, sem fjallar um nýjustu tækni og vísindi í svefnrannsóknum. Hún hefur einnig skrifað fyrir Newsweek, Newspapers of New England, og TIME magazine,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira