Kveður bókabransann með hámglápi og langþráðu fríi Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2023 08:00 Egill Örn Jóhannsson er þriðja kynslóð bókaútgefenda. Í gær voru sagðar þær stórfréttir að hann hefði sagt upp störfum hjá Forlaginu eftir að hafa starfað við bókaútgáfu alla sína tíð. Hann segir þetta rétta tímann. Fyrir dyrum standi að taka miklar ákvarðanir og hann vill ekki koma að þeim ef hann svo er ekki til að fylgja þeim eftir. vísir/vilhelm Egill Örn Jóhannsson hefur verið framkvæmdastjóri Forlagsins frá stofnun útgáfunnar. Í gær var greint frá því að hann hafi sagt upp störfum hjá bókaútgáfunni og eiginkona hans, Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, jafnframt. Egill Örn er þriðja kynslóð bókaútgefenda. Afi Egils, Valdimar Jóhannsson, gaf út sína fyrstu bók fyrir 78 árum. Faðir Egils Arnar er Jóhann Páll Valdimarsson sem lét heldur betur að sér kveða sem útgefandi – áhrif hans á íslenskar bókmenntir verða seint ofmetin. „Fyrir 22 árum varð til JPV útgáfa og fyrstu starfsmennirnir voru ég og pabbi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, þúsundir útgáfubóka, alls kyns ævintýri og áskoranir af öllum toga,“ segir Egill Örn í stuttri kveðju á Facebook-síðu sinni. Þetta eru stórtíðindi innan íslensku bókaútgáfunnar. Stórkanónur íslenskra bókmennta, gamalreyndar kempur, staldra við og stinga niður penna á sínar Facebook-síður af þessu tilefni. „Þegar ég fór að vinna hjá nýju Forlagi sem Jóhann Páll Valdimarsson stofnaði í samkrulli við ættfræðiforlagið Genealogiu (eða hvað það hét) rétt fyrir aldamótin, þá dúkkaði upp kornungur strákur á skrifstofu sem Jóhann Páll sagði mér að ætti að annast fjármálin og þess háttar. Ég velti fyrir mér hvort strákur væri ekki of ungur fyrir þvílíka ábyrgð en þótt hann væri ögn feimnislegur fyrsta kastið reyndist hann hafa bein í nefi og vita alveg hvað hann var að gera. Hann varð alveg eins og fiskur í vatni í útgáfubransanum og hefur stýrt Forlaginu frábærlega síðustu árin,“ segir Illugi Jökulsson meðal annars. Einar Kárason segir mikinn sjónarsvipti af þeim Agli og Þórhildi en hann hefur verið í samstarfi við þau árum saman. „Egill er skemmtilegur maður, glaðlyndur og orðheppinn,“ segir Einar. Egill og Þórhildur kvödd með trega Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og starfsmaður Forlagsins segist hafa fylgst með þeim báðum allt frá því þau voru krakkar við ýmis störf á Máli og menningu í gamla daga. Guðmundur Andri hitti þau svo aftur árið 2007 „þegar til varð það viðskiptaævintýri þessara ára sem lukkaðist. Forlagið. Það var ekki síst þeim að þakka og þeirra miklu mannkostum; þeim einstaka anda sem auðnaðist að skapa á þessu litla/stóra forlagi. Þau eru alin upp í bókaútgáfunni og þessi útgáfa var barnið þeirra. Þetta hefur verið líf þeirra.“ Þetta eru fáein dæmi. Margir innmúraðir og innvígðir í bókabransanum ljúka upp tregablöndnu lofsorði á þau Egil og Þórhildi. Brotthvarf þeirra frá Forlaginu gefur tilfinningu fyrir því að bókaútgáfa á Íslandi standi á einskonar tímamótum. Vísir ræddi við Egil og spurði einfaldlega af hverju hann væri að hætta núna, maður á besta aldri? „Það eru tæp 30 ár síðan ég fastréð mig fyrst í bókaútgáfu. Og ég ætlaði að stoppa stutt. Bara smá millibilsástand og svo myndi ég halda áfram með nám – en það varð ekki. Það var svo árið 2001 sem ég og pabbi stofnum JPV útgáfu og síðan hefur runnið mikið vatn til sjávar og fyrirtækið og bransinn allur tekið gríðarlegum breytingum,“ segir Egill Örn. Rétti tíminn til að hætta Egill Örn tekur undir það sjónarmið að bransinn standi á einskonar tímamótum. Og það spilaði inn í ákvörðun sem hann segir að hafi ekki tekið á sig mynd á löngum tíma. „Mér fannst skynsamlegt allra aðila vegna að segja þetta gott á þessum tímapunkti. Ég skal heldur ekkert neita því að ég er orðinn ögn þreyttur. Þetta hefur verið meira en tveggja áratuga vertíð hjá manni, tveggja áratuga törn þar sem ég og Þórhildur höfum verið vakin og sofin yfir fyrirtækinu.“ Egill Örn á skrifstofu sinni í húsum Forlagsins við Bræðraborgarstíg. Nákvæmlega svona þekkja margir innan bókageirans Egil, með hrúgur á skrifborði sínu, kankvís en gefur ekki þumlung eftir undir verki eftir Hugleik, einn af mörgum listamönnum sem Egill hefur greitt götu.vísir/vilhelm Nú eru blikur á lofti í bókaútgáfu, bóksala hefur dregist mjög saman, óhjákvæmilega hlýtur fólk að tengja þetta tvennt, að þú sért að hætta á þessum tímapunkti? „Það er alveg rétt að bókabransinn hefur breyst alveg gríðarlega á skömmum tíma og enn frekari breytingar framundan. Það hafa verið endalausar áskoranir í þessu og oft snúið að finna góðar lausnir eða leiðir. Það breytir því samt ekki að Forlagið stendur í dag ákaflega vel, fjárhagslega er staðan mjög sterk, við rekum stærstu bókabúðina, stærstu netverslunina og erum að ná mjög góðum árangri til dæmis í framleiðslu, útgáfu og sölu hljóðbóka. Þannig hefur okkur tekist að afla nýrra tekna og nýta þau tækifæri sem staðið hafa til boða og það mun Forlagið gera áfram.“ Egill gerir hlé á máli sínu og heldur svo áfram: „Stundum er talað um að maður eigi að hætta á toppnum og ég lít algerlega svo á, að ég sé að hætta á toppnum. Forlagið er í frábæru formi og framtíðin lítur vel út, frábært starfsfólk og frábærir höfundar.“ Eini samruninn sem gekk upp 2007 Eins og áður sagði er Egill Örn þriðja kynslóð bókaútgefenda á Íslandi. „Og ég hef satt að segja alltaf verið meðvitaður um mýtuna um að það sé þriðja kynslóðin sem yfirleitt klúðri öllu. Ætli það hefi ekki gert mig varfærnari í öllu, því ég ætlaði ekki að klúðra þessu,“ segir Egill Örn sem er þekktur fyrir að ana ekki að nokkrum hlut. Ekki er úr vegi að biðja Egil Örn, sem hefur verið í innsta hring bókaútgáfunnar lengi, að stikla á stóru með ferilinn. „Ég og pabbi hættum saman hjá Máli og menningu árið 2000 og fórum í skammlíft ævintýri sem hét Genealogia Islandorum og ætlaði að græða peninga á ættfræðigagnagrunni, en við hættum báðir þar um áramótin 2000/2001. Og það var fyrir nákvæmlega 22 árum sem við stofnum JPV útgáfu. Á örfáum árum urðum við svo næst stærsti útgefandi landsins og gangurinn var ákaflega góður.“ Egill Örn hefur starfað við bókaútgáfu alla sína ævi og hann segir að þetta verði fyrirsjáanlega mikil viðbrigði.vísir/vilhelm En þá verða miklar sviptingar í bókaútgáfugeiranum? „Já. Árið 2007 kaupir Mál og menning – bókmenntafélag svo útgáfuhluta Eddu af Björgólfi Guðmundssyni og sameina við okkur og úr verður Forlagið eins og við þekkjum það í dag. Líklega eini alvöru samruninn sem gekk almennilega það góða ár!“ segir Egill Örn og glottir við tönn. „En ég er sem sagt búinn að vinna við þetta alla ævi. Og það verður skrýtið að vakna ekki til fyrirtækisins hvern morgun eins og ég hef alltaf gert. Og það verður örugglega skrýtið fyrir börnin að hafa mig allt í einu heima og jafnvel með hugann við eitthvað annað en vinnuna.“ Ef Ísland í aldanna rás hefði floppað… Það er kominn tími á að bera upp eina sérlega heimskulega spurningu þó ekki sé nema til að reyna að slá viðmælandann út af laginu. Hvað stendur uppúr þegar þú lítur til baka á þessum tímamótum? „Ég á afskaplega erfitt með að segja. Við höfum gefið út þúsundir bóka og erfitt að nefna eitthvað sérstakt. Það er auðvitað alltaf ánægjulegt þegar tekst að koma stórvirki út, tala nú ekki um þegar reksturinn beinlínis veltur á velgengni þess eins og var fyrstu árin þegar við vorum að gefa út Ísland í aldanna rás. Ef það hefði floppað þá hefði þetta allt saman aldrei orðið. En okkur tókst þetta.“ Egill Örn segir að svo sé þetta endalaus ástríða fyrir bókum og bókaútgáfu. „Maður þarf að hafa nokkuð skýra sýn og hafa óbilandi trú á verkunum sem maður er að gefa út, ákvörðununum sem maður tekur og standa með þeim öllum.“ En þetta getur nú ekki bara hafa verið einskær dans á rósum? Hvað hefur verið leiðinlegast? „Já. Ætli það sé ekki endalaus barátta og vesen gagnvart Samkeppniseftirlitinu. Það er alveg með ólíkindum allur sá áhugi sem þeir hafa haft á íslenskri bókaútgáfu sem er satt að segja alveg stórfurðulegt því aðgengi að þessum markaði er með ólíkindum gott og ég hef aldrei getað skilið hvað það er sem þeir sjá svona stórhættulegt við bókaútgáfu á Íslandi og að það skuli vera einn bærilega stór og sterkur útgefandi.“ Bévað Samkeppniseftirlitið Ljóst er að Samkeppniseftirlitið er ekki í miklu uppáhaldi hjá Agli. Hann segir langt í frá sjálfgefið að reka jafn stóra bókaútgáfu og Forlagið á þessum örmarkaði sem Ísland er. „Og mér hefur fundist það stórundarlegt að þurfa að berjast við eftirlitsstofnun ríkisins signt og heilagt. Það getur hver sem er gefið út bók og selt í bílförmum. En Samkeppniseftirlitið hefur frá því Forlagið varð til haft okkur algerlega á heilanum. Egill Örn segir að íslenski bókabransinn sé örsmár á alla mælikvarða sem þýðir einfaldlega að hann má ekki við miklu. Útgáfan er upp á líf og dauða.vísir/vilhelm Og það hefur kostað óendanlega fjármuni og orku – sem maður hefði miklu frekar viljað eyða í að gefa út góðar bækur fremur en að standa í einhverju rugli við eftirlitsstofnun í bransa sem að hefur alla tíð barist í bökkum og er agnarsmár á alla mælikvarða.“ Og þá er það stóra spurningin. Maður eins og Egill Örn hlýtur að hafa eitthvað plan B. Með öðrum orðum: Hvað ertu að fara að gera? „Veistu ég hef ekkert hugleitt það. Bara alls ekki neitt. Mig langar að hvíla mig. Prófa að taka til dæmis fjórar vikur samfelldar í sumafríi, sem ég hef aldrei gert á ævinni. Prófa að hámglápa á eitthvað í sjónvarpinu, sem ég hef heldur aldrei gert. Þetta á eftir að vera erfitt og skrýtið þar sem ég hef lifað fyrir bókaútgáfuna og fyrirtækið áratugum saman. En ég er spenntur fyrir framhaldinu. Ég kveð Forlagið ákaflega stoltur og þakklátur.“ Þú talar eins og þú sért að fara á eftirlaun? „Mjámm. En ég hef séð að fólk svarar iðulega spurningu sem þessari á þá leið að það ætli að lækka forgjöfina í golfi. Ég spila ekki golf og ætla ekki að fara að spila golf, en þar sem ég er formaður fótboltaklúbbsins Lunch Utd þá sé ég það fyrir mér að gerast jafnvel starfandi stjórnarformaður þess hóps. Þannig að ég stefni að því að skora fleiri mörk á þessu ári.“ Saknar pabba úr bransanum Faðir Egils Arnar, Jóhann Páll Valdimarsson, er goðsagnakenndur úr útgáfugeiranum og var lengstum nánasti samstarfsmaður hans. Hann seldi hins vegar hlut sinn 2016 og dró sig úr útgáfumálunum. Mál og menning bókmenntafélag er í dag eini eigandi Forlagsins eftir að Egill Örn seldi sinn hlut, um 13 prósent, fyrir um það bil tveimur árum. Hefurðu saknað pabba úr bransanum á undanförnum árum? „Já, auðvitað geri ég það. Ég og pabbi áttum í alveg einstöku sambandi og samstarfi. Hann er auðvitað einstakur maður með kostum sínum og göllum en hann kunni þennan bransa frá a til ö. Við áttum ástríðuna sameiginlega. Við ætluðum að gera þetta allt eins vel og mögulegt var. Hann tók hins vegar hárrétta ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan þegar hann kúplaði sig út og lagðist í ferðalög um heiminn. Alveg meiriháttar flott hjá honum og mömmu,“ segir Egill Örn en móðir hans er Guðrún Sigfúsdóttir sem lengi var einn virtasti ritstjóri landsins og starfaði einnig á Forlaginu. „Það var samt ágætt fyrir mig að hann hætti ekki skyndilega heldur má segja að hann hafi fasað sig héðan út. Ég fékk þannig góðan aðlögunartíma. Pabbi bjó líka að þeirri reynslu að hafa sagt skilið við föður sinn í fússi, þegar pabbi rauk út úr Iðunni á sínum tíma. Og hann einsetti sér að það myndi ekki endurtaka sig í okkar samstarfi og sambandi. Oft gat aðeins gustað á milli okkar en sem betur fer bar okkur alltaf gæfu til þess að leysa það sem kom upp. Og við erum bestu vinir í dag.“ Útgáfubransinn má ekki við miklu En ef við vöðum aftur í vélarnar, stöðuna eins og hún blasir við í dag. Við skulum bara orða þetta umbúðalaust. Bókabransinn er í úlfakreppu. Þú ert fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Hefðu útgefendur getað brugðist öðru vísi við en þeir hafa gert, öðruvísi við breyttum aðstæðum? „Ég er ekki sammála því að bókabransinn sé í úlfakreppu. Bókaútgáfa um allan heim er hins vegar á krossgötum, jafnvel má segja stafrænum krossgötum. Egill Örn vill ekki kvitta undir það að bókabransinn, bókin sem slík, sé í úlfakreppu. En vissulega þurfi að bregðast við stórfelldum samfélagsbreytingum. Hugsanlega hafi menn verið helst til staðir í þeim efnum.vísir/vilhelm Eitthvað sem til dæmis bæði tónlistar- og kvikmyndageirinn er búinn að vera að díla við í meira en áratug. Í þessum breytingum felast heilmikil tækifæri og þar er Forlagið í algerri kjörstöðu með allan sinn katalóg og öll sín útgáfuréttindi. Og í þessum breytingum höfum við verið að vinna hörðum höndum því og ætlum okkur að nýta okkur breytingarnar til góðs.“ En einhver mistök hljóta menn í geiranum þó að hafa gert? „Mestu mistökin væru að ætla að streitast á móti óhjákvæmilegum breytingum eða breyttum aðstæðum. Auðvitað verður maður að fara varlega, draga lærdóm og ana ekki út í einhverja vitleysu. Blessaður örmarkaðurinn, íslensk bókaútgáfa, má ekki við dýrkeyptum mistökum eða í rauninni að misstíga sig yfir höfuð. En Forlaginu hefur gengið vel að laga sig að breyttum aðstæðum og ég hef tröllatrú á að svo verði áfram.“ Miklar tilfinningar höfunda gagnvart bókum sínum Egill Örn segir að þessi þrönga staða hafi vitaskuld reist mönnum skorður. Egill Örn segir að sökum þess hversu lítill bókamarkaðurinn á Íslandi er þá sé ekki mikið svigrúm til tilraunastarfsemi, því miður.vísir/vilhelm „Það er kannski erfiðast á þessum litla markaði hversu lítið svigrúm við höfum til tilraunamennsku eða að reyna eitthvað nýtt. Við verðum alltaf að feta í fótspor annarra í nágrannalöndunum og erum þar af leiðandi kannski seinna á ferðinni en æskilegt væri. En bransinn hefur einfaldlega ekki svigrúm til þess að rjúka til í eitt né neitt.“ En varðandi samskipti við rithöfunda. Hagsmunir útgefenda og rithöfunda fara vitaskuld saman í meginatriðum en eru þó ekki alveg þeir sömu. Rithöfundasambandið og rithöfundar almennt hafa í gegnum tíðina þjarmað að útgefendum með ýmsu móti, rithöfundum finnst útgefendur skera sinn hlut við nögl, þeim finnst útgefendur ekki gefa út bækur sem þeir ættu að gefa út, þeim finnst útgefendur ekki auglýsa bækur sínar nægjanlega vel og þannig má lengi áfram telja. Hvað er það sem úr þeirri áttinn sem þér hefur fundist vera út úr öllu korti? „Veistu rithöfundar eru í langflestum, eða eiginlega öllum tilvikum, vinir útgefanda síns. Hér sem annars staðar. Auðvitað getur komið upp ágreiningur um allan andskotann en nánast alltaf er það auðleysanlegt. Það er ekki óeðlilegt að höfundar vilji verk sín vel auglýst og kynnt og kvarti jafnvel eitthvað yfir sýnileika. En það er bara partur af þessu prógrammi öllu og ég hef aldrei nennt að elta ólar við eitthvað slíkt. Höfundar hafa eðlilega miklar tilfinningar í garð bóka sinna og því getur stundum aðeins hvesst í þeim, en það er bara eðlilegt og slíkt gerist.“ Loftslagsbreytingar milli útgefenda og rithöfunda Egill Örn segir þó að mönnum í útgáfunni hafi á stundum sárnað gagnrýni frá samtökum rithöfunda og hann hefur skynjað einhvers konar vík milli vina á allra síðustu árum. „Já, mér þótti leitt að það varð einhver viðsnúningur að mér fannst hjá Rithöfundasambandinu í garð Félags útgefenda fyrir nokkrum árum. Reyndar eftir mína formannstíð, en samskiptin gengu alltaf vel og ég átti í ánægjulegum samskiptum á sínum tíma. Í anddyri húsakynna Forlagsins við Bræðraborgarstíg er að finna litla bókabúð þar sem nýjasta nýtt frá útgáfunni er að finna. Það verða viðbrigði fyrir Egil Örn að mæta ekki í þetta litla en mikla menningarvígi vestur í bæ.vísir/vilhelm En núna upplifi ég að það sé að breytast og hef satt að segja ekki hugmynd af hverju það er, því það er íslenskum bókamarkaði svo mikilvægt að þessi tvö félög okkar séu samstíga, að minnsta kosti út á við. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það breytist til hins betra. Ég er reyndar sannfærður um að svo verði.“ Og Egill Örn lítur meðal annars í eigin barm með það. „Örugglega hef ég oft verið erfiður og þrjóskur í samskiptum við Rithöfundasambandið en ég ætla að fá að skrifa það á óbilandi sannfæringu mína um það hvað sé skynsamlegt og geti gengið upp. Ég hef nú alltaf reynt að vera sanngjarn þegar það hefur verið hægt. Samskipti mín við einstaka höfunda hafa alla tíð verið ákaflega góð. Og mér þykir ofboðslega vænt um rithöfunda Forlagsins og á eftir að sakna samskiptanna. Það verður skrýtið að standa utan jólabókaflóðsins þegar líður á árið.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Vistaskipti Tímamót Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Egill Örn er þriðja kynslóð bókaútgefenda. Afi Egils, Valdimar Jóhannsson, gaf út sína fyrstu bók fyrir 78 árum. Faðir Egils Arnar er Jóhann Páll Valdimarsson sem lét heldur betur að sér kveða sem útgefandi – áhrif hans á íslenskar bókmenntir verða seint ofmetin. „Fyrir 22 árum varð til JPV útgáfa og fyrstu starfsmennirnir voru ég og pabbi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, þúsundir útgáfubóka, alls kyns ævintýri og áskoranir af öllum toga,“ segir Egill Örn í stuttri kveðju á Facebook-síðu sinni. Þetta eru stórtíðindi innan íslensku bókaútgáfunnar. Stórkanónur íslenskra bókmennta, gamalreyndar kempur, staldra við og stinga niður penna á sínar Facebook-síður af þessu tilefni. „Þegar ég fór að vinna hjá nýju Forlagi sem Jóhann Páll Valdimarsson stofnaði í samkrulli við ættfræðiforlagið Genealogiu (eða hvað það hét) rétt fyrir aldamótin, þá dúkkaði upp kornungur strákur á skrifstofu sem Jóhann Páll sagði mér að ætti að annast fjármálin og þess háttar. Ég velti fyrir mér hvort strákur væri ekki of ungur fyrir þvílíka ábyrgð en þótt hann væri ögn feimnislegur fyrsta kastið reyndist hann hafa bein í nefi og vita alveg hvað hann var að gera. Hann varð alveg eins og fiskur í vatni í útgáfubransanum og hefur stýrt Forlaginu frábærlega síðustu árin,“ segir Illugi Jökulsson meðal annars. Einar Kárason segir mikinn sjónarsvipti af þeim Agli og Þórhildi en hann hefur verið í samstarfi við þau árum saman. „Egill er skemmtilegur maður, glaðlyndur og orðheppinn,“ segir Einar. Egill og Þórhildur kvödd með trega Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og starfsmaður Forlagsins segist hafa fylgst með þeim báðum allt frá því þau voru krakkar við ýmis störf á Máli og menningu í gamla daga. Guðmundur Andri hitti þau svo aftur árið 2007 „þegar til varð það viðskiptaævintýri þessara ára sem lukkaðist. Forlagið. Það var ekki síst þeim að þakka og þeirra miklu mannkostum; þeim einstaka anda sem auðnaðist að skapa á þessu litla/stóra forlagi. Þau eru alin upp í bókaútgáfunni og þessi útgáfa var barnið þeirra. Þetta hefur verið líf þeirra.“ Þetta eru fáein dæmi. Margir innmúraðir og innvígðir í bókabransanum ljúka upp tregablöndnu lofsorði á þau Egil og Þórhildi. Brotthvarf þeirra frá Forlaginu gefur tilfinningu fyrir því að bókaútgáfa á Íslandi standi á einskonar tímamótum. Vísir ræddi við Egil og spurði einfaldlega af hverju hann væri að hætta núna, maður á besta aldri? „Það eru tæp 30 ár síðan ég fastréð mig fyrst í bókaútgáfu. Og ég ætlaði að stoppa stutt. Bara smá millibilsástand og svo myndi ég halda áfram með nám – en það varð ekki. Það var svo árið 2001 sem ég og pabbi stofnum JPV útgáfu og síðan hefur runnið mikið vatn til sjávar og fyrirtækið og bransinn allur tekið gríðarlegum breytingum,“ segir Egill Örn. Rétti tíminn til að hætta Egill Örn tekur undir það sjónarmið að bransinn standi á einskonar tímamótum. Og það spilaði inn í ákvörðun sem hann segir að hafi ekki tekið á sig mynd á löngum tíma. „Mér fannst skynsamlegt allra aðila vegna að segja þetta gott á þessum tímapunkti. Ég skal heldur ekkert neita því að ég er orðinn ögn þreyttur. Þetta hefur verið meira en tveggja áratuga vertíð hjá manni, tveggja áratuga törn þar sem ég og Þórhildur höfum verið vakin og sofin yfir fyrirtækinu.“ Egill Örn á skrifstofu sinni í húsum Forlagsins við Bræðraborgarstíg. Nákvæmlega svona þekkja margir innan bókageirans Egil, með hrúgur á skrifborði sínu, kankvís en gefur ekki þumlung eftir undir verki eftir Hugleik, einn af mörgum listamönnum sem Egill hefur greitt götu.vísir/vilhelm Nú eru blikur á lofti í bókaútgáfu, bóksala hefur dregist mjög saman, óhjákvæmilega hlýtur fólk að tengja þetta tvennt, að þú sért að hætta á þessum tímapunkti? „Það er alveg rétt að bókabransinn hefur breyst alveg gríðarlega á skömmum tíma og enn frekari breytingar framundan. Það hafa verið endalausar áskoranir í þessu og oft snúið að finna góðar lausnir eða leiðir. Það breytir því samt ekki að Forlagið stendur í dag ákaflega vel, fjárhagslega er staðan mjög sterk, við rekum stærstu bókabúðina, stærstu netverslunina og erum að ná mjög góðum árangri til dæmis í framleiðslu, útgáfu og sölu hljóðbóka. Þannig hefur okkur tekist að afla nýrra tekna og nýta þau tækifæri sem staðið hafa til boða og það mun Forlagið gera áfram.“ Egill gerir hlé á máli sínu og heldur svo áfram: „Stundum er talað um að maður eigi að hætta á toppnum og ég lít algerlega svo á, að ég sé að hætta á toppnum. Forlagið er í frábæru formi og framtíðin lítur vel út, frábært starfsfólk og frábærir höfundar.“ Eini samruninn sem gekk upp 2007 Eins og áður sagði er Egill Örn þriðja kynslóð bókaútgefenda á Íslandi. „Og ég hef satt að segja alltaf verið meðvitaður um mýtuna um að það sé þriðja kynslóðin sem yfirleitt klúðri öllu. Ætli það hefi ekki gert mig varfærnari í öllu, því ég ætlaði ekki að klúðra þessu,“ segir Egill Örn sem er þekktur fyrir að ana ekki að nokkrum hlut. Ekki er úr vegi að biðja Egil Örn, sem hefur verið í innsta hring bókaútgáfunnar lengi, að stikla á stóru með ferilinn. „Ég og pabbi hættum saman hjá Máli og menningu árið 2000 og fórum í skammlíft ævintýri sem hét Genealogia Islandorum og ætlaði að græða peninga á ættfræðigagnagrunni, en við hættum báðir þar um áramótin 2000/2001. Og það var fyrir nákvæmlega 22 árum sem við stofnum JPV útgáfu. Á örfáum árum urðum við svo næst stærsti útgefandi landsins og gangurinn var ákaflega góður.“ Egill Örn hefur starfað við bókaútgáfu alla sína ævi og hann segir að þetta verði fyrirsjáanlega mikil viðbrigði.vísir/vilhelm En þá verða miklar sviptingar í bókaútgáfugeiranum? „Já. Árið 2007 kaupir Mál og menning – bókmenntafélag svo útgáfuhluta Eddu af Björgólfi Guðmundssyni og sameina við okkur og úr verður Forlagið eins og við þekkjum það í dag. Líklega eini alvöru samruninn sem gekk almennilega það góða ár!“ segir Egill Örn og glottir við tönn. „En ég er sem sagt búinn að vinna við þetta alla ævi. Og það verður skrýtið að vakna ekki til fyrirtækisins hvern morgun eins og ég hef alltaf gert. Og það verður örugglega skrýtið fyrir börnin að hafa mig allt í einu heima og jafnvel með hugann við eitthvað annað en vinnuna.“ Ef Ísland í aldanna rás hefði floppað… Það er kominn tími á að bera upp eina sérlega heimskulega spurningu þó ekki sé nema til að reyna að slá viðmælandann út af laginu. Hvað stendur uppúr þegar þú lítur til baka á þessum tímamótum? „Ég á afskaplega erfitt með að segja. Við höfum gefið út þúsundir bóka og erfitt að nefna eitthvað sérstakt. Það er auðvitað alltaf ánægjulegt þegar tekst að koma stórvirki út, tala nú ekki um þegar reksturinn beinlínis veltur á velgengni þess eins og var fyrstu árin þegar við vorum að gefa út Ísland í aldanna rás. Ef það hefði floppað þá hefði þetta allt saman aldrei orðið. En okkur tókst þetta.“ Egill Örn segir að svo sé þetta endalaus ástríða fyrir bókum og bókaútgáfu. „Maður þarf að hafa nokkuð skýra sýn og hafa óbilandi trú á verkunum sem maður er að gefa út, ákvörðununum sem maður tekur og standa með þeim öllum.“ En þetta getur nú ekki bara hafa verið einskær dans á rósum? Hvað hefur verið leiðinlegast? „Já. Ætli það sé ekki endalaus barátta og vesen gagnvart Samkeppniseftirlitinu. Það er alveg með ólíkindum allur sá áhugi sem þeir hafa haft á íslenskri bókaútgáfu sem er satt að segja alveg stórfurðulegt því aðgengi að þessum markaði er með ólíkindum gott og ég hef aldrei getað skilið hvað það er sem þeir sjá svona stórhættulegt við bókaútgáfu á Íslandi og að það skuli vera einn bærilega stór og sterkur útgefandi.“ Bévað Samkeppniseftirlitið Ljóst er að Samkeppniseftirlitið er ekki í miklu uppáhaldi hjá Agli. Hann segir langt í frá sjálfgefið að reka jafn stóra bókaútgáfu og Forlagið á þessum örmarkaði sem Ísland er. „Og mér hefur fundist það stórundarlegt að þurfa að berjast við eftirlitsstofnun ríkisins signt og heilagt. Það getur hver sem er gefið út bók og selt í bílförmum. En Samkeppniseftirlitið hefur frá því Forlagið varð til haft okkur algerlega á heilanum. Egill Örn segir að íslenski bókabransinn sé örsmár á alla mælikvarða sem þýðir einfaldlega að hann má ekki við miklu. Útgáfan er upp á líf og dauða.vísir/vilhelm Og það hefur kostað óendanlega fjármuni og orku – sem maður hefði miklu frekar viljað eyða í að gefa út góðar bækur fremur en að standa í einhverju rugli við eftirlitsstofnun í bransa sem að hefur alla tíð barist í bökkum og er agnarsmár á alla mælikvarða.“ Og þá er það stóra spurningin. Maður eins og Egill Örn hlýtur að hafa eitthvað plan B. Með öðrum orðum: Hvað ertu að fara að gera? „Veistu ég hef ekkert hugleitt það. Bara alls ekki neitt. Mig langar að hvíla mig. Prófa að taka til dæmis fjórar vikur samfelldar í sumafríi, sem ég hef aldrei gert á ævinni. Prófa að hámglápa á eitthvað í sjónvarpinu, sem ég hef heldur aldrei gert. Þetta á eftir að vera erfitt og skrýtið þar sem ég hef lifað fyrir bókaútgáfuna og fyrirtækið áratugum saman. En ég er spenntur fyrir framhaldinu. Ég kveð Forlagið ákaflega stoltur og þakklátur.“ Þú talar eins og þú sért að fara á eftirlaun? „Mjámm. En ég hef séð að fólk svarar iðulega spurningu sem þessari á þá leið að það ætli að lækka forgjöfina í golfi. Ég spila ekki golf og ætla ekki að fara að spila golf, en þar sem ég er formaður fótboltaklúbbsins Lunch Utd þá sé ég það fyrir mér að gerast jafnvel starfandi stjórnarformaður þess hóps. Þannig að ég stefni að því að skora fleiri mörk á þessu ári.“ Saknar pabba úr bransanum Faðir Egils Arnar, Jóhann Páll Valdimarsson, er goðsagnakenndur úr útgáfugeiranum og var lengstum nánasti samstarfsmaður hans. Hann seldi hins vegar hlut sinn 2016 og dró sig úr útgáfumálunum. Mál og menning bókmenntafélag er í dag eini eigandi Forlagsins eftir að Egill Örn seldi sinn hlut, um 13 prósent, fyrir um það bil tveimur árum. Hefurðu saknað pabba úr bransanum á undanförnum árum? „Já, auðvitað geri ég það. Ég og pabbi áttum í alveg einstöku sambandi og samstarfi. Hann er auðvitað einstakur maður með kostum sínum og göllum en hann kunni þennan bransa frá a til ö. Við áttum ástríðuna sameiginlega. Við ætluðum að gera þetta allt eins vel og mögulegt var. Hann tók hins vegar hárrétta ákvörðun fyrir nokkrum árum síðan þegar hann kúplaði sig út og lagðist í ferðalög um heiminn. Alveg meiriháttar flott hjá honum og mömmu,“ segir Egill Örn en móðir hans er Guðrún Sigfúsdóttir sem lengi var einn virtasti ritstjóri landsins og starfaði einnig á Forlaginu. „Það var samt ágætt fyrir mig að hann hætti ekki skyndilega heldur má segja að hann hafi fasað sig héðan út. Ég fékk þannig góðan aðlögunartíma. Pabbi bjó líka að þeirri reynslu að hafa sagt skilið við föður sinn í fússi, þegar pabbi rauk út úr Iðunni á sínum tíma. Og hann einsetti sér að það myndi ekki endurtaka sig í okkar samstarfi og sambandi. Oft gat aðeins gustað á milli okkar en sem betur fer bar okkur alltaf gæfu til þess að leysa það sem kom upp. Og við erum bestu vinir í dag.“ Útgáfubransinn má ekki við miklu En ef við vöðum aftur í vélarnar, stöðuna eins og hún blasir við í dag. Við skulum bara orða þetta umbúðalaust. Bókabransinn er í úlfakreppu. Þú ert fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Hefðu útgefendur getað brugðist öðru vísi við en þeir hafa gert, öðruvísi við breyttum aðstæðum? „Ég er ekki sammála því að bókabransinn sé í úlfakreppu. Bókaútgáfa um allan heim er hins vegar á krossgötum, jafnvel má segja stafrænum krossgötum. Egill Örn vill ekki kvitta undir það að bókabransinn, bókin sem slík, sé í úlfakreppu. En vissulega þurfi að bregðast við stórfelldum samfélagsbreytingum. Hugsanlega hafi menn verið helst til staðir í þeim efnum.vísir/vilhelm Eitthvað sem til dæmis bæði tónlistar- og kvikmyndageirinn er búinn að vera að díla við í meira en áratug. Í þessum breytingum felast heilmikil tækifæri og þar er Forlagið í algerri kjörstöðu með allan sinn katalóg og öll sín útgáfuréttindi. Og í þessum breytingum höfum við verið að vinna hörðum höndum því og ætlum okkur að nýta okkur breytingarnar til góðs.“ En einhver mistök hljóta menn í geiranum þó að hafa gert? „Mestu mistökin væru að ætla að streitast á móti óhjákvæmilegum breytingum eða breyttum aðstæðum. Auðvitað verður maður að fara varlega, draga lærdóm og ana ekki út í einhverja vitleysu. Blessaður örmarkaðurinn, íslensk bókaútgáfa, má ekki við dýrkeyptum mistökum eða í rauninni að misstíga sig yfir höfuð. En Forlaginu hefur gengið vel að laga sig að breyttum aðstæðum og ég hef tröllatrú á að svo verði áfram.“ Miklar tilfinningar höfunda gagnvart bókum sínum Egill Örn segir að þessi þrönga staða hafi vitaskuld reist mönnum skorður. Egill Örn segir að sökum þess hversu lítill bókamarkaðurinn á Íslandi er þá sé ekki mikið svigrúm til tilraunastarfsemi, því miður.vísir/vilhelm „Það er kannski erfiðast á þessum litla markaði hversu lítið svigrúm við höfum til tilraunamennsku eða að reyna eitthvað nýtt. Við verðum alltaf að feta í fótspor annarra í nágrannalöndunum og erum þar af leiðandi kannski seinna á ferðinni en æskilegt væri. En bransinn hefur einfaldlega ekki svigrúm til þess að rjúka til í eitt né neitt.“ En varðandi samskipti við rithöfunda. Hagsmunir útgefenda og rithöfunda fara vitaskuld saman í meginatriðum en eru þó ekki alveg þeir sömu. Rithöfundasambandið og rithöfundar almennt hafa í gegnum tíðina þjarmað að útgefendum með ýmsu móti, rithöfundum finnst útgefendur skera sinn hlut við nögl, þeim finnst útgefendur ekki gefa út bækur sem þeir ættu að gefa út, þeim finnst útgefendur ekki auglýsa bækur sínar nægjanlega vel og þannig má lengi áfram telja. Hvað er það sem úr þeirri áttinn sem þér hefur fundist vera út úr öllu korti? „Veistu rithöfundar eru í langflestum, eða eiginlega öllum tilvikum, vinir útgefanda síns. Hér sem annars staðar. Auðvitað getur komið upp ágreiningur um allan andskotann en nánast alltaf er það auðleysanlegt. Það er ekki óeðlilegt að höfundar vilji verk sín vel auglýst og kynnt og kvarti jafnvel eitthvað yfir sýnileika. En það er bara partur af þessu prógrammi öllu og ég hef aldrei nennt að elta ólar við eitthvað slíkt. Höfundar hafa eðlilega miklar tilfinningar í garð bóka sinna og því getur stundum aðeins hvesst í þeim, en það er bara eðlilegt og slíkt gerist.“ Loftslagsbreytingar milli útgefenda og rithöfunda Egill Örn segir þó að mönnum í útgáfunni hafi á stundum sárnað gagnrýni frá samtökum rithöfunda og hann hefur skynjað einhvers konar vík milli vina á allra síðustu árum. „Já, mér þótti leitt að það varð einhver viðsnúningur að mér fannst hjá Rithöfundasambandinu í garð Félags útgefenda fyrir nokkrum árum. Reyndar eftir mína formannstíð, en samskiptin gengu alltaf vel og ég átti í ánægjulegum samskiptum á sínum tíma. Í anddyri húsakynna Forlagsins við Bræðraborgarstíg er að finna litla bókabúð þar sem nýjasta nýtt frá útgáfunni er að finna. Það verða viðbrigði fyrir Egil Örn að mæta ekki í þetta litla en mikla menningarvígi vestur í bæ.vísir/vilhelm En núna upplifi ég að það sé að breytast og hef satt að segja ekki hugmynd af hverju það er, því það er íslenskum bókamarkaði svo mikilvægt að þessi tvö félög okkar séu samstíga, að minnsta kosti út á við. Ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það breytist til hins betra. Ég er reyndar sannfærður um að svo verði.“ Og Egill Örn lítur meðal annars í eigin barm með það. „Örugglega hef ég oft verið erfiður og þrjóskur í samskiptum við Rithöfundasambandið en ég ætla að fá að skrifa það á óbilandi sannfæringu mína um það hvað sé skynsamlegt og geti gengið upp. Ég hef nú alltaf reynt að vera sanngjarn þegar það hefur verið hægt. Samskipti mín við einstaka höfunda hafa alla tíð verið ákaflega góð. Og mér þykir ofboðslega vænt um rithöfunda Forlagsins og á eftir að sakna samskiptanna. Það verður skrýtið að standa utan jólabókaflóðsins þegar líður á árið.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Vistaskipti Tímamót Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira