Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Þrjú ráðin til Tryggja

Ingunn Ósk Magnúsdóttir, Smári Freyr Jóhannsson og Gunnar Freyr Róbertsson hafa öll verið ráðin til tryggingmiðlunarfyrirtækisins Tryggja og munu gegna þar lykilhlutverkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísold ráðin markaðs­stjóri

Ísold Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri upplýsingatækifyrirtækisins OK. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og ráðgjöf á tæknilausnum og tengdri þjónustu við mörg stærstu fyrirtæki landsins, stofnanir og alþjóðleg fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Settur for­stjóri skipaður for­stjóri

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Rúnar Leifsson í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Hann hefur verið settur forstjóri Minjastofnunar frá 1. maí 2023, þegar þáverandi forstjóri lét af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Ingvar ráðinn slökkvi­liðs­stjóri

Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Ráðning Ingvars var staðfest á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 28. október síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Helgi biðst lausnar og fer í ráðu­neytið

Helga Grímsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur síðustu ár, hefur beðst lausnar frá starfi og mun tímabundið færa sig yfir í mennta- og barnamálaráðuneytið. 

Innlent
Fréttamynd

ECIT AS kaupir meiri­hluta í Bókað frá KPMG

Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjögur ráðin í stjórn­endastöður hjá Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytt skipu­rit og nýir stjórn­endur hjá Sýn

Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðnir for­stöðu­menn hjá OK

Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á svið skýja- og rekstrarþjónustu. Þetta eru þeir Karl Óskar Kristbjarnarson, Kristján Aðalsteinsson og Þorvaldur Finnbogason.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halla sinnir störfum for­manns VR

Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, mun sinna störfum formanns VR, á meðan Ragnar Þór Ingólfsson formaður verður í leyfi frá störfum næstu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Hákon og Oddur Þorri skipaðir héraðs­dómarar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Hákon Þorsteinsson í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Austurlands frá 1. nóvember næstkomandi. Ráðherra hefur jafnframt frá sama tíma skipað Odd Þorra Viðarsson í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða.

Innlent
Fréttamynd

Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við

Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags.

Viðskipti innlent