Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Teitur aðstoðar Ásmund Einar

Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð menningarinnar verði til í Lista­há­skólanum

Kristín Eysteinsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún segir nýjar áherslur alltaf fylgja nýju fólki en hyggst leyfa breytingum að gerast í samtali við starfsfólk og nemendur skólans. Listaháskólinn hafi alla burði til að vera leiðandi í skapandi hugsun.

Innlent
Fréttamynd

Gísli hættir og Karl Óttar tekur við

Karl Óttar Einarsson mun um mánaðamótin taka við af Gísla Páli Pálssyni sem forstjóra Grundarheimilanna. Gísli mun þó ekki kveðja heimilin þar sem hann hefur verið ráðinn í hlutastarf sem stjórnarformaður Grundar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands

Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Sara Lind sett for­­stjóri Ríkis­­kaupa

Fjármála- og efnahagsráðherra setti Söru Lind Guðbergsdóttur sem forstjóra Ríkiskaupa tímabundið eftir að Björgvin Víkingsson lét af störfum um mánaðamótin. Staðan verður að líkindum auglýst á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Katrín selur allt sitt í Hag­vangi

Katrín S. Óladóttir hefur selt allt sitt hlutafé í Hagvangi til þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Samhliða sölunni mun hún hætta sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og tekur Geirlaug Jóhannsdóttir við af henni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þorkell og Sævar til SIV

SIV eignastýring hf. hefur ráðið til sín Þorkel Magnússon sem forstöðumanns sjóðastýringar og Sævar Haraldsson sem sjóðstjóra skuldabréfasjóða. Félagið bíður nú starfsleyfis sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Anna Þor­björg hættir hjá Fossum fjár­festingar­banka

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka frá árinu 2016 og byggt upp eignastýringarsvið félagsins, er hætt störfum hjá bankanum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en í liðnum mánuði hafði verið greint frá því að hún ætti að taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Vænta má þess að draga muni til tíðinda á næstu dögum í viðræðum um fyrirhugaðan samruna Fossa og VÍS.

Innherji
Fréttamynd

Símon Orri stýrir sölu smart­bíla

Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smartbíla og Mercedes-Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn Smart býður upp á rafknúna bíla og er nýjasta viðbótin í vöruframboði Öskju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristín Soffía og Hlöð­ver Þór nýir leitarar

Kristín Soffía Jónsdóttir og Hlöðver Þór Árnason hafa verið ráðin til starfa hjá Leitar Capital Partners sem svokallaðir leitarar. Undir hatti Leitar munu Kristín Soffía og Hlöðver stýra eigin leitarsjóðum, annars vegar Hringur Capital ehf. og hins vegar Seek ehf. Þeir munu kaupa fyrirtæki sem Kristín Soffía og Hlöðver sjá um að stýra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Egill tekur við Gauta sem fram­kvæmda­stjóri Heimsta­den

Egill Lúðvíksson er nýr framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi. Hann tekur við stöðunni af Gauta Reynissyni í sumar. Síðustu fjögur ár hefur Egill starfað hjá móðurfélagi Heimstaden í Kaupmannahöfn við fjárfestingar, stefnumótun og fjármögnunn á ýmsum starfssvæðum fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Innlent