Auður hættir sem framkvæmdastjóri Landverndar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, hefur sagt starfi sínu lausu hjá samtökunum. Auður hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. Viðskipti innlent 20. júní 2023 11:33
Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Sex sóttu um embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem auglýst var laust til umsóknar í maí. Meðal þeirra eru Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, maður ársins 2021, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga. Innlent 16. júní 2023 17:54
Kjörræðismaður Rússlands hættir hjá Kaupfélaginu Ólafur Ágúst Andrésson, kjörræðismaður Rússa á Íslandi og forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Viðskipti innlent 16. júní 2023 17:29
Ráðin í starf fjármálastjóra Kaldalóns Sigurbjörg Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra Kaldalóns hf. Hún hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis Arion Banka. Viðskipti innlent 16. júní 2023 14:15
Fyrrverandi forstjóri Microsoft í Danmörku í stjórn Carbfix Ný stjórn Carbfix hf. hefur verið skipuð og er nýr stjórnarformaður hennar Nana Bule, sem var forstjóri Microsoft í Danmörku og á Íslandi þar til fyrr á þessu ári. Viðskipti innlent 15. júní 2023 14:51
Jón Gunnar skipaður skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Jón Gunnar Vilhelmsson í embætti skrifstofustjóra skrifstofu stjórnunar og umbóta hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Innlent 15. júní 2023 13:58
Lukas tekur við af Agli sem hættir eftir 27 ára starf hjá Össuri Egill Jónsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Össurar hf., hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu í lok árs, þar sem hann hyggst fara á eftirlaun. Viðskipti innlent 15. júní 2023 12:08
Marta Guðrún nýr framkvæmdastjóri hjá ORF Líftækni Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá ORF Líftækni og mun hún koma inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 15. júní 2023 09:03
Henning nýr deildarforseti tölvunarfræðideildar HR Dr. Henning Arnór Úlfarsson hefur verið skipaður deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viðskipti innlent 14. júní 2023 14:34
Arnór stýrir SIV eignastýringu sem fær starfsleyfi Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt SIV eignastýringu hf., dótturfélags tryggingafélagsins VÍS, starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða með viðbótarheimild til eignastýringar auk móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga. Viðskipti innlent 14. júní 2023 11:54
„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Innlent 12. júní 2023 22:18
Kristján ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá HR Kristján H. Hákonarson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 12. júní 2023 20:33
Sigríður Margrét nýr framkvæmdastjóri SA Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni sem tekur við störfum sem forstjóri fasteignafélagsins Regins. Viðskipti innlent 12. júní 2023 14:55
Reynir Ingi tekur við af Sindra hjá Expectus Reynir Ingi Árnason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Expectus. Hann tekur við af Sindra Sigurjónssyni. Viðskipti innlent 12. júní 2023 10:23
Þórhallur hættir hjá Sýn Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér. Viðskipti innlent 9. júní 2023 15:41
Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Viðskipti innlent 9. júní 2023 10:01
Ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar hjá Landsvirkjun Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar Verkefnaþróunar hjá Landsvirkjun á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar. Viðskipti innlent 8. júní 2023 14:02
Ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands Ólöf Embla Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viðskipti innlent 8. júní 2023 09:19
Stýrir háttsemiseftirliti Seðlabankans Linda Kolbrún Björgvinsdóttir hefur verið sett framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 7. júní 2023 10:37
Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. Innlent 7. júní 2023 07:42
Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Innlent 5. júní 2023 16:44
Silja ráðin samskiptastjóri HA Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri. Viðskipti innlent 5. júní 2023 12:48
Agnes frá Össuri til Samorku Agnes Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri faghópa hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja og hefur hún þegar hafið störf. Viðskipti innlent 2. júní 2023 11:04
Fimm sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Fimm einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands sem auglýst var í apríl síðastliðnum. Alls bárust átta umsóknir en þrír hafa dregið umsóknir sínar til baka. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar. Innlent 1. júní 2023 22:58
Helgi Andri segir upp og biður konunnar Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“ Viðskipti innlent 1. júní 2023 22:04
Garðar og Smári bætast í hópinn hjá Endor Garðar Rúnarsson netsérfræðingur og Smári Ívarsson netöryggissérfræðingur hafa gengið til liðs við Endor. Frá þessu segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Viðskipti innlent 1. júní 2023 15:03
Hjörvar nýr framkvæmdastjóri hjá Taktikal Hjörvar Jóhannesson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþróunar hjá Taktikal. Hann mun bera ábyrgð á viðskiptaþróun, sölu og ráðgjöf til lykilviðskiptavina Taktikal. Viðskipti innlent 1. júní 2023 09:55
Fimm konur í stjórn Svars Sex manna stjórn tæknifyrirtækisins Svar er skipuð fimm konum. Eigandi fyrirtækisins segir enga sérstaka ákvörðun um að raða svona í stjórnina hafa verið tekna. Áhugi kvenna á tæknimálum sé alltaf að aukast. Viðskipti innlent 31. maí 2023 21:01
Raj Soni nýr framkvæmdastjóri Meniga Fjártæknifyrirtækið Meniga hefur skipað Dheeraj (Raj) Soni sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Í tilkynningu segir að Soni hafi víðtæka reynslu af stjórnun vaxtarfyrirtækja og muni stýra Meniga í gegnum tímabil vaxtar og langtímaþróunar. Viðskipti innlent 31. maí 2023 15:56
Erfiðast að hafa ekki getað sagt bless við fólkið hjá Festi Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, forstöðukona markaðssviðs N1, segir erfiðast við nýtilkomin starfslok hjá Festi að hafa ekki getað sagt bless við fólkið sitt. Festi tilkynnti um sjö uppsagnir til Kauphallar í gær. Viðskipti innlent 31. maí 2023 15:33