15 fatlaðir starfsmenn hættir á Múlalundi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. ágúst 2024 20:05 Ingibjörg Sæmundsdóttir, alltaf kölluð Ína, hefur verið starfsmaður Múlalundar í 38 ár en er nú hætt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar breytingar eiga sér nú stað á starfsemi Múlalundar á Reykjalundi í Mosfellsbæ því þar er fólk með fötlun að missa vinnuna og einhverjir eru að hverfa til annarra starfa. Fimmtán fatlaðir starfsmenn voru kvaddir í gær, þar af einn starfsmaður, sem hefur unnið á Múlalundi í 38 ár. Veislu var slegið upp á Múlalundi í hádeginu í gær þegar starfsmennirnir 15 voru kvaddir, góður matur, söngur, skemmtun og mikið fjör var í boði. Með veislunni vildi SÍBS, sem rekur vinnustofu Múlalundar þakka starfsfólkinu fyrir frábær störf en Múlalundur hefur verið öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki rekið í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. En nú er að verða heilmikil breyting á starfsemi Múlalundar. „Við erum að breyta starfinu þannig að fatlaðir fara út á almennan vinnumarkað, þannig að handavinna fatlaðra minnkar en við förum meira yfir í svona dagvist sennilegast ef um semst við sveitarfélögin,” segir Helgi Kristófersson, aðstoðarframkvæmdastjóri Múlalundar. Hópurinn var myndaður í bak og fyrir, starfsmenn og þeir, sem eru nú að láta af störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þá verkefni Múlalundar að hverfa smátt og smátt eða hvað? „Já, þessi verkefni, sem að hafa verið mjög dýrmæt fyrir þjóðfélagið af því að þetta hefur skaffað fólki mikla vinnu og margir hafa komið til okkar og farið út á vinnumarkaðinn og það er alveg í hundraða vís og þetta er búið að spara þjóðfélaginu hundruð milljóna þegar upp er staðið, það náttúrulega gleymist,” segir Helgi. En Helgi segir að það sé alls ekki verið að leggja Múlalund niður enda munu 14 fatlaðir starfsmenn vinna þar áfram. „Nei, alls ekki, það er alveg hreinar línur, Múlalundur verður áfram. Við verðum hérna með söludeild og við verðum með ýmiskonar minni handavinnu.” Helgi Kristófersson, aðstoðarframkvæmdastjóri Múlalundar,Magnús Hlynur Hreiðarsson „Einhversstaðar las ég að þetta væri besti vinnustaður norðan Alpafjalla og ég vil trúa því að svo sé þó að breytingar séu núna í gangi þá viljum við halda áfram þessari baráttu okkur að halda honum opnum og við munum gera það,” segir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS. Sveinn segir að breytingarnar megi fyrst og fremst rekja til þess að þjónustusamningur SÍBS við Vinnumálastofnun sé að falla úr gildi og nú taki nýtt landslag við þar sem á að freista þess að ná samningum við sveitarfélögin á stór Reykjavíkursvæðinu um virkniþjónustu fyrir fatlaða. „Og við þökkum svo innilega þjóðinni og öllum þeim stöðum, sem versla við okkur, stofnunum og fyrirtækjum, við gætum þetta ekki án þeirra,” bætir Sveinn við. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS en SÍBS hefur rekið Múlalund í 65 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sá starfsmaður sem hefur unnið lengst af þeim 15, sem eru nú hættir á Múlalundi eru Ingibjörg Sæmundsdóttir, alltaf kölluð Ína. „Takk fyrir mig Múlalundur,” sagði Ína þegar hún gekk út af vinnustaðnum í gær. Kveðjubréf frá starfsmanniMagnús Hlynur Hreiðarsson Bréf frá stjórnarkonu í SÍBS og framkvæmdastjóra Múlalundar til að skýra enn betur stöðu staðarins. Múlalundur Múlalundur hefur verið öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki rekið í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar hefur starfað saman í 65 ár fjölbreyttur hópur með og án örorku og eftirspurn eftir störfum verið mikil. Margir hafa fengið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu sem annars hefði mögulega ekki boðist og árangur verið mjög góður. Múlalundur hefur afar sterka ímynd og gott orðspor, enda með reynslu af að starfa með fólki með skerta starfsorku í 65 ár. Múlalundur er í einstökri náttúruparadís við hlið Reykjalundar. Við sem störfum hjá Múlalundi erum afar þakklátt öllum þeim góðu viðskiptavinum sem hafa haldið tryggð við okkur og verslað við fyrirtækið. Á hverju ári versla yfir eitt þúsund einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki við okkur og kaupa okkar góðu vörur.. Múlalundur hefur ekki getað verið í þessari vegferð undanfarin ár nema með aðkomu þjónustusamnings við Vinnumálastofnun og styrkja frá SÍBS. Nú er aftur á móti stefna ríkisins að leggja niður slíka þjónustusamninga og bjóða í staðinn vinnustaðasamninga öryrkja. Því þarf Múlalundur að hugsa hlutina upp á nýtt til að geta haldið áfram að þjónusta hóp með fötlun og missa ekki þá miklu og góðu reynslu og þekkingu sem þar er til staðar - í þágu þessa sama hóps. Horft til framtíðar – Nýr Múlalundur á gömlum grunni Nýjum Múlalundi er ætlað að mæta þörfum samfélagsins hvað varðar virkni, menntun og starfsþjálfun fólks með fötlun til að það öðlast aukna félagslega þátttöku í daglegu lífi. Viðræður standa yfir við öll sveitarfélög á Stór Reykjavíkursvæðinu um vikniþjónustu fyrir fatlaða og hafa þær gengið vel og vonast er til að samningar takist nú á haustmánuðum. Vinnumálastofnun hefur alla tíð stutt mjög vel við bakið á Múlalundi og fyrir það erum við þakklátt. Við vonumst eftir áframhaldandi góðu samstarfi við þá í framtíðinni.. Selma Árnadóttir Starfandi stjórnarkona frá SÍBS, Jón Axel Pétursson Framkvæmdastjóri Múlalundar. Vistaskipti Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Veislu var slegið upp á Múlalundi í hádeginu í gær þegar starfsmennirnir 15 voru kvaddir, góður matur, söngur, skemmtun og mikið fjör var í boði. Með veislunni vildi SÍBS, sem rekur vinnustofu Múlalundar þakka starfsfólkinu fyrir frábær störf en Múlalundur hefur verið öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki rekið í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. En nú er að verða heilmikil breyting á starfsemi Múlalundar. „Við erum að breyta starfinu þannig að fatlaðir fara út á almennan vinnumarkað, þannig að handavinna fatlaðra minnkar en við förum meira yfir í svona dagvist sennilegast ef um semst við sveitarfélögin,” segir Helgi Kristófersson, aðstoðarframkvæmdastjóri Múlalundar. Hópurinn var myndaður í bak og fyrir, starfsmenn og þeir, sem eru nú að láta af störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þá verkefni Múlalundar að hverfa smátt og smátt eða hvað? „Já, þessi verkefni, sem að hafa verið mjög dýrmæt fyrir þjóðfélagið af því að þetta hefur skaffað fólki mikla vinnu og margir hafa komið til okkar og farið út á vinnumarkaðinn og það er alveg í hundraða vís og þetta er búið að spara þjóðfélaginu hundruð milljóna þegar upp er staðið, það náttúrulega gleymist,” segir Helgi. En Helgi segir að það sé alls ekki verið að leggja Múlalund niður enda munu 14 fatlaðir starfsmenn vinna þar áfram. „Nei, alls ekki, það er alveg hreinar línur, Múlalundur verður áfram. Við verðum hérna með söludeild og við verðum með ýmiskonar minni handavinnu.” Helgi Kristófersson, aðstoðarframkvæmdastjóri Múlalundar,Magnús Hlynur Hreiðarsson „Einhversstaðar las ég að þetta væri besti vinnustaður norðan Alpafjalla og ég vil trúa því að svo sé þó að breytingar séu núna í gangi þá viljum við halda áfram þessari baráttu okkur að halda honum opnum og við munum gera það,” segir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS. Sveinn segir að breytingarnar megi fyrst og fremst rekja til þess að þjónustusamningur SÍBS við Vinnumálastofnun sé að falla úr gildi og nú taki nýtt landslag við þar sem á að freista þess að ná samningum við sveitarfélögin á stór Reykjavíkursvæðinu um virkniþjónustu fyrir fatlaða. „Og við þökkum svo innilega þjóðinni og öllum þeim stöðum, sem versla við okkur, stofnunum og fyrirtækjum, við gætum þetta ekki án þeirra,” bætir Sveinn við. Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS en SÍBS hefur rekið Múlalund í 65 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sá starfsmaður sem hefur unnið lengst af þeim 15, sem eru nú hættir á Múlalundi eru Ingibjörg Sæmundsdóttir, alltaf kölluð Ína. „Takk fyrir mig Múlalundur,” sagði Ína þegar hún gekk út af vinnustaðnum í gær. Kveðjubréf frá starfsmanniMagnús Hlynur Hreiðarsson Bréf frá stjórnarkonu í SÍBS og framkvæmdastjóra Múlalundar til að skýra enn betur stöðu staðarins. Múlalundur Múlalundur hefur verið öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki rekið í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar hefur starfað saman í 65 ár fjölbreyttur hópur með og án örorku og eftirspurn eftir störfum verið mikil. Margir hafa fengið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu sem annars hefði mögulega ekki boðist og árangur verið mjög góður. Múlalundur hefur afar sterka ímynd og gott orðspor, enda með reynslu af að starfa með fólki með skerta starfsorku í 65 ár. Múlalundur er í einstökri náttúruparadís við hlið Reykjalundar. Við sem störfum hjá Múlalundi erum afar þakklátt öllum þeim góðu viðskiptavinum sem hafa haldið tryggð við okkur og verslað við fyrirtækið. Á hverju ári versla yfir eitt þúsund einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki við okkur og kaupa okkar góðu vörur.. Múlalundur hefur ekki getað verið í þessari vegferð undanfarin ár nema með aðkomu þjónustusamnings við Vinnumálastofnun og styrkja frá SÍBS. Nú er aftur á móti stefna ríkisins að leggja niður slíka þjónustusamninga og bjóða í staðinn vinnustaðasamninga öryrkja. Því þarf Múlalundur að hugsa hlutina upp á nýtt til að geta haldið áfram að þjónusta hóp með fötlun og missa ekki þá miklu og góðu reynslu og þekkingu sem þar er til staðar - í þágu þessa sama hóps. Horft til framtíðar – Nýr Múlalundur á gömlum grunni Nýjum Múlalundi er ætlað að mæta þörfum samfélagsins hvað varðar virkni, menntun og starfsþjálfun fólks með fötlun til að það öðlast aukna félagslega þátttöku í daglegu lífi. Viðræður standa yfir við öll sveitarfélög á Stór Reykjavíkursvæðinu um vikniþjónustu fyrir fatlaða og hafa þær gengið vel og vonast er til að samningar takist nú á haustmánuðum. Vinnumálastofnun hefur alla tíð stutt mjög vel við bakið á Múlalundi og fyrir það erum við þakklátt. Við vonumst eftir áframhaldandi góðu samstarfi við þá í framtíðinni.. Selma Árnadóttir Starfandi stjórnarkona frá SÍBS, Jón Axel Pétursson Framkvæmdastjóri Múlalundar.
Vistaskipti Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira