Þetta kemur fram í tilkynningu frá Maven sem sérhæfir sig í nýsköpun við nýtingu gagna í rekstri fyrirtækja og stofnana.
„Í upphafi ársins kynnti stjórn Maven eignarhaldsferli sem gerir lykilstarfsmönnum kleift að eignast hlut í félaginu. Markmið þessa ferils er að styðja við framtíðaruppbyggingu félagsins, meðal annars með því að tvinna saman hagsmuni félagsins og starfsmanna.
Helga Hrund Friðriksdóttir er ný í hópi eigenda hjá Maven, en hún hefur starfað hjá Maven síðan árið 2022. Helga Hrund er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði gagnagreininga. Hún starfaði áður hjá Marel sem sérfræðingur í viðskiptagreind.
Anna Kristín Ólafsdóttir er nýr skrifstofustjóri Maven. Anna Kristín lauk nýverið B.Sc. gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Samhliða námi starfaði hún hjá Norðuráli á Grundartanga og Hörðuvallaskóla, en fyrir þann tíma gegndi hún stöðu skrifstofu- og starfsmannastjóra hjá Öldurhúsum og síðar sem skrifstofustjóri Kjarnavara,“ segir í tilkynningunni.
Maven er þekkingarfyrirtæki í upplýsingatækni sem hóf rekstur sinn árið 2021. Félagið er með höfuðstöðvar í Reykjavík og rekur starfsstöð á Akureyri.