Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Viktor Pétur nýr formaður SUS

Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands og formaður Stefnis FUS í Hafnarfirði, var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna af fulltrúum aðildarfélaga á 47. Sambandsþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sem fram fór á Hótel Selfoss um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Ekrunni og Emm­ess­ís

Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar Már hættir hjá Icelandair Car­go

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arnar Geirsson frá Connecticut til New York

Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrír stjórnendur til Borealis Data Center

Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jón Júlíus til Við­skipta­ráðs

Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gylfi lætur af störfum sem for­stjóri

Gylfi Ólafs­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Heil­brigðis­stofnunar Vest­fjarða. Hann hefur gegnt stöðunni síðan í júlí árið 2018 og hefur lokið fimm ára skipunar­tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki

Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri VG fer til Landverndar

Björg Eva Erlendsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Landverndar. Hún starfar nú sem framkvæmdastjóri Vinstri grænna en hefur störf hjá Landvernd í október.

Innlent