

Vistaskipti
Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Eva Ruza og Gunna Dís inn fyrir Gísla og Felix
Útvarpskonan Eva Ruza Miljevic mun stýra Eurovision-þáttunum Alla leið á RÚV í stað Felix Bergssonar þetta árið.

Nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Fjórtán sóttu um starfið en Sigríður tekur við af Hlyni Hallssyni.

Tekur við stöðu forstjóra Securitas
Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri Securitas. Hann hefur verið í hlutverki forstjóra frá því að Ómar Svavarsson lét af störfum síðastliðinn febrúar en var áður fjármálastjóri félagsins.

Kveður Tjarnarbíó: „Of lítið og of seint“
Sara Martí Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem leikhússtýra Tjarnarbíós. Hún kveðst hafa reynt allt til að láta rekstur leikhússins ganga upp, en meira þurfi til frá ríki og borg.

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkja uppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já.

Taka við stjórnendastöðum hjá Advania
Kristjana Sunna Erludóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri þjónustu og ráðgjafar hjá Advania og Ingibjörg Edda Snorradóttir hefur tekið við stöðu deildarstjóra hugbúnaðarþróunar eftir sex ára starf sem forritari hjá fyrirtækinu. Stöðurnar eru á sviði Skólalausna og rafrænna viðskipta.

Benedikt tekur við af Andrési hjá SVÞ
Benedikt S. Benediktsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu og mun hann hefja störf 1. september næstkomandi. Hann tekur við stöðunni af Andrési Magnússyni.

Ný stjórn RÚV kjörin
Alþingi hefur kosið níu manns og jafnmarga varamenn í stjórn RÚV til eins árs. Stjórn RÚV er kosin á aðalfundi í apríl ár hvert en Alþingi tilnefnir níu menn og jafnmarga til vara. Starfsmannasamtök RÚV tilnefna tíunda manninn.

Hrókering hjá ráðuneytisstjórum
Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins munu skipta um embætti.

Hákon nýr öryggisstjóri Arion
Hákon L. Akerlund hefur tekið við starfi öryggisstjóra Arion banka.

Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play
Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins.

Sara Lind settur orkumálastjóri í kosningabaráttunni
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur nú sett Söru Lind Guðbergsdóttur tímabundið í embætti orkumálastjóra fram til 2. júní. 2024. Þetta er gert vegna óskar Höllu Hrundar Logadóttur um að taka sér tímabundið leyfi frá embætti vegna framboðs síns til embættis forseta Íslands.

Verður forseti viðskiptadeildar HA
Dr. Sigurður Ragnarsson hefur verið ráðinn sem forseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri frá 1. júlí næstkomandi.

Skipaður deildarforseti lagadeildar HR
Dr. Gunnar Þór Pétursson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipaður deildarforseti lagadeildar HR.

Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar
Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum.

Mun stýra mannauðsmálum Alvotech
Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech.

Verður samskiptastjóri Skaga
Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Skaga, móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Hún hefur síðustu ár gegnt stöðu samskiptastjóra VÍS.

Fyrrverandi þingmaður ráðinn yfirlæknir
Ólafur Þór Gunnarsson hefur verið ráðinn yfirlæknir endurhæfingarhluta öldrunarlækninga á Landspítala frá 1. maí 2024. Hann sat á þingi fyrir Vinstri græn á árunum 2013 og 2017 til 2021.

Jón Viðar skrifstofustjóri á skrifstofu opinberra fjármála
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Jón Viðar Pálmason skrifstofustjóra á skrifstofu opinberra fjármála.

Ólöf og Omry selja Kryddhúsið
John Lindsay hf. hefur keypt Kryddhúsið af hjónunum Ólöfu Einarsdóttur og Omry Avraham. Þau stofnuðu fyrirtækið árið 2015 og framleiða í dag yfir 90 tegundir af kryddum og kryddblöndum. Með kaupunum verður framleiðsla og vörulager flutt í Klettagarða 23 úr Flatahrauni í Hafnarfirði.

Ráðinn framkvæmdastjóri Eðalfangs
Hinrik Örn Bjarnason hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Eðalfangs ehf.

Daði nýr tæknistjóri Inkasso
Daði Árnason hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá fjártækni- og innheimtufyrirtækinu Inkasso. Daði fer til Inkasso frá Controlant, þar sem hann starfaði sem kerfisarkitekt.

Vigdís Häsler hætt hjá Bændasamtökunum
Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Vigdís hefur sinnt starfinu síðastliðin þrjú ár en hún segist skilja stolt við starfið.

Ósammála nefndinni og biðst lausnar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur fallist á beiðni Gunnars Jakobssonar um lausn úr embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands. Gunnar hefur einn viljað lækka stýrivexti á tveimur fundum peningastefnunefndar í röð. Hann hefur þegið starfstilboð erlendis frá.

Settur í embætti héraðsdómara
Dómsmálaráðherra hefur sett Sindra M. Stephensen í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur frá og með 4. apríl 2024 til og með 28. febrúar 2029.

Freyja nýr framkvæmdastjóri blaðamanna
Freyja Steingrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hún tekur við starfinu af Hjálmari Jónssyni sem lét af störfum í janúar.

Eldskírn að hitta karlakórinn
Pétur G. Markan er að taka við bæjarstjórataumunum í Hveragerði. Það leggst vel í biskupsritarann sem segja má að sé með Guð í farteskinu.

Stýrir nýju sölusviði eftir uppsagnir hjá Nóa Síríus
Hinrik Hinriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýs sölusviðs hjá Nóa Siríus hf. Fjórum var sagt upp í tengslum við endurskipulagningu á skipuriti fyrirtækisins.

Rögnvaldur nýr yfirlögfræðingur hjá Landspítala
Rögnvaldur Gunnar Gunnarsson hefur verið ráðinn sem yfirlögfræðingur Landspítala. Hann hóf störf í síðasta mánuði.

Mun leiða arkitektastofuna Arkitema á Íslandi
Hallgrímur Þór Sigurðsson, arkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Office of Architecture, hefur verið ráðinn til að stýra útibúi dönsku arkitektastofunnar Arkitema á Íslandi.