Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 20:51 Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis. Vísir/Ívar Fannar Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42