Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri Dekkja­hallarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Reynir Stefánsson.
Reynir Stefánsson.

Reynir Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar.

Í tilkynningu segir að Reynir sé með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og diplómu í viðskiptafræðum frá Háskólanum á Akureyri. 

„Hann hefur víðtæka reynslu af stjórnun, sölu, markaðsmálum, rekstri fyrirtækja og hefur leitt fjölbreytt verkefni í mismunandi atvinnugreinum.

Reynir var áður framkvæmdastjóri hjá OK og hefur gegnt stjórnunarstörfum undanfarna áratugi. Þá hefur hann tengsl við Norðurland, þar sem hann bjó um tíma og starfaði sem framkvæmdastjóri Símalands og rekstrarstjóri hjá EJS á Akureyri.

Dekkjahöllin var stofnuð árið 1984 og hefur byggt upp sterka stöðu í dekkjaþjónustu á Íslandi. Dekkjahöllin eitt öflugasta dekkjafyrirtæki landsins og er á meðal Framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo árið 2024 og hefur verið tilnefnt 15 ár í röð.

Fyrirtækið er umboðsaðili leiðandi framleiðanda dekkja svo sem Continental, Yokohama og Falken, sem eru allt framleiðendur í fremstu röð í heiminum og þekktir fyrir vandaða framleiðslu sem og að stuðla að umferðaröryggi. Dekkjahöllin er dótturfélag Vekru sem er einnig eigandi Bílaumboðsins Öskju, Landfara, Bílaumboðsins Unu, Bílaleigunnar Lotus og Hentar. Starfsmenn félaganna eru um 250 talsins,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×