Veður

Veður


Fréttamynd

Ó­vissu­stig Al­manna­varna vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi Almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs sem fram undan er.

Innlent
Fréttamynd

Út­lit fyrir skap­legt verður eftir há­degi en hvessir í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og að útlit sé fyrir skaplegasta veður á landinu um og eftir hádegi. Vindur verði ekki nema suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, þurrt um allt land og hiti um eða undir frostmarki.

Veður
Fréttamynd

Gildi TF-SIF seint metið til fulls

Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða.

Skoðun
Fréttamynd

Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt

Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð.

Innlent
Fréttamynd

„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“

Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir.

Veður
Fréttamynd

Mikil röskun á flugi á morgun

Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað.

Innlent
Fréttamynd

Suð­vestan­átt með éljum í dag og hvessir á morgun

Reikna má með suðvestanátt með éljum í dag en björtu með köflum á norðaustanverðu landinu. Það mælist enn allt að tíu stiga hiti á Austfjörðum nú í morgunsárið en hitastig fer lækkandi í dag og verður í kringum frostmark seinnipartinn.

Veður
Fréttamynd

Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi af­létt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“

Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Appel­sínu­gular við­varanir, ó­vissu­stig og sam­ráðs­fundir vegna veðurs

Samhæfingarstöð almannavarna verður virkjuð klukkan tíu í dag vegna veðurs. Óvissustigi var í gær lýst yfir á Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en aukin hætta er á votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum vegna hlýinda og úrkomu. Óvissustigi hefur einnig verið lýst yfir á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs en appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan ellefu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi lýst yfir

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan.

Innlent
Fréttamynd

Aukin hætta á ofan­flóðum á morgun

Gert er ráð fyrir hlýindum um allt land á morgun, sunnudag, og Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á votum snjóflóðum. krapaflóðum og skriðuföllum. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að krapaflóð falli aftur á Patreksfirði, líkt og gerðist í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Gular við­varanir enn og aftur á morgun

Gular viðvaranir verða í gildi alls staðar á landinu á morgun nema á Suðausturlandi og suðvesturhorninu. Búist er við talsverðri rigningu á Breiðafirði í nótt og á morgun.

Veður
Fréttamynd

Aldrei jafn kalt í janúar á þessari öld

Janúarmánuðurinn sem var að líða er sá kaldasti á Íslandi á 21. öldinni. Þá hafa ekki verið færri sólskinsstundir í Reykjavík síðan árið 1977. Aðeins 2,5 sólskinsstundir mældust á Akureyri í janúar. 

Veður