Bjart veður víðast hvar á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, yfirleitt fimm tíu metrum á sekúndu en tíu til fimmtán metrum syðst á landinu. Bjart veður verður í fletum landshlutum en dálitlar skúrir eða él um landið austanvert. Veður 31. október 2023 07:12
Rólegheitaveður en stöku skúrir við sjávarsíðuna Veðurstofan gerir ráð fyrir rólegheitaveðri og skýjuðu með köflum eða bjartviðri í dag. Þó má gera ráð fyrir stöku skúrum eða slydduéljum úti við sjávarsíðuna. Veður 30. október 2023 07:21
Litlar breytingar á veðrinu fram yfir helgi Vestur af Írlandi er víðáttumikil lægð sem heldur austlægum áttum að landinu. Það er því útlit fyrir litlar breytingar í veðrinu fram yfir helgi. Veður 27. október 2023 07:03
Fremur hægur vindur en hvassara með suðurströndinni Það eru litlar breytingar á veðrinu á landinu þessa dagana þar sem austlæg átt verður ríkjandi í dag og næstu daga. Hún verður yfirleitt fremur hæg en strekkingur eða allhvass vindur á köflum með suðurströndinni. Veður 26. október 2023 07:10
Víðáttumikil lægð stýrir veðrinu næstu daga Víðáttumikil lægð er nú stödd langt suður af landinu og mun hún stjórna veðrinu á landinu næstu daga. Veður 25. október 2023 07:11
Hægur vindur, bjart með köflum og yfirleitt þurrt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægum vindi á landinu í dag, björtu með köflum eða léttskýjaðu og yfirleitt þurrt. Veður 24. október 2023 07:19
Rigning og slydda norðan- og austantil Lítil og veikluleg lægð er nú stödd við austurströndina og er útlit fyrir norðan þremur til tíu metrum á sekúndu um landið norðaustan- og austanvert. Með því fylgir rigning eða slydda af og til og snjókoma til fjalla. Veður 23. október 2023 07:30
Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. Veður 21. október 2023 09:53
Hlý suðaustanátt en mikil rigning suðaustantil Landsmenn mega eiga von á hlýrri suðaustanátt og þokkalegum blæstri í dag, en þó ekki eins hvössum og var í gær. Veðurstofan spáir að það verði úrkomulítið á Norðurlandi, en annars rigning, einkum sunnantil. Veður 20. október 2023 07:14
Reikna með aukinni skriðuhættu og vatnavöxtum suðaustanlands Útlit er fyrir talsverða eða mikla rigningu á svæðinu frá Eyjafjöllum og austur að Hornafirði á morgun og gerir Veðurstofan ráð fyrir aukinni skriðuhættu og nokkrum vatnavöxtum. Innlent 19. október 2023 14:30
Gul viðvörun og flugferðum aflýst fram yfir hádegi Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum. Veður 19. október 2023 06:25
Nær öllu flugi aflýst vegna óveðursins Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. Innlent 18. október 2023 18:57
Hvassviðri á landinu og gular viðvaranir taka gildi í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði suðaustan hvassviðri á landinu í dag með dálítilli vætu suðvestan og vestantil þar sem verður heldur úrkomumeira suðaustanlands. Gular viðvaranir taka gildi á Faxaflóasvæðinu, Suðurlandi og miðhálenginu í kvöld. Veður 18. október 2023 07:15
Hviður gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu Hlýtt og rakt loft streymir nú til landsins úr suðri og má því reikna með suðaustanátt á landinu í dag, yfirleitt á bilinu tíu til átján metrum á sekúndu og þá hvassast í vindstrengjum við fjöll suðvestantil og á Snæfellsnesi. Veður 17. október 2023 07:16
Norðlæg átt og dálítil él norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og dálitlum éljum á norðanverðu landinu, sér í lagi við ströndina, en minnkandi úrkoma síðdegis. Veður 16. október 2023 07:15
Rigningarlegt og lægð væntanleg til landsins Veðurstofa Íslands spáir því að suðvestanátt verði ríkjandi á landinu í dag, fremur hæg víðast hvar. Víða verður rigning, en á Norðurlandi snjóar þó líklega eitthvað fram á morguninn en svo á einnig að hlýna þar. Innlent 15. október 2023 07:18
Smálægð úr vestri Í dag nálgast smálægð úr vestri landið með breytilega vindátt en vindhraði yfirleitt lítill. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en minnkandin norðvestanátt austast, að sögn Veðurstofu Íslands. Innlent 14. október 2023 07:48
„Mest þakklátur fyrir að dóttir mín hafi sloppið“ Oddur Þórir Þórarinsson lenti í bílslysi á Hellisheiðinni síðastliðinn mánudag. Með honum í bílnum var dóttir hans, sem er á öðru ári. Þau hafa fundið fyrir minni háttar áverkum og segist Oddur þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Hann veltir þó fyrir sér hvort stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða sem myndu fækka slysum sem þessum. Innlent 13. október 2023 18:46
Hætt við fljúgandi hálku Búast má við fljúgandi hálku í fyrramálið, einkum í Borgarfirði, Hvalfirði og í uppsveitum Suðurlands. Veður 13. október 2023 15:04
Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. Veður 13. október 2023 08:56
Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Innlent 12. október 2023 18:43
Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Innlent 12. október 2023 11:44
Hellisheiði opnuð á ný Veginum yfir Hellisheiði var lokað um tíma í morgun en hefur verið opnaður á ný. Snjóþekja og skafrenningur er þar og mælt er með því að fólk sé á bílum búnum vetrardekkjum. Innlent 12. október 2023 09:49
Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang. Innlent 12. október 2023 08:10
Vetrarfærð víða og snjór í efri byggðum Vetrarfærð er nú víðsvegar um landið og nokkuð hefur snjóað í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins í nótt og einnig á Hellisheiði. Innlent 12. október 2023 07:19
Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð Flutningabíll þverar veg í grennd við Varmahlíð. Björgunaraðgerðir standa yfir. Á meðan þeim stendur er vegurinn lokaður og fólki beint að aka um Þverárfjall. Innlent 11. október 2023 22:37
Snjóar á Hellisheiði en ekki höfuðborgarsvæðinu Búast má við snjókomu á Hellisheiði og í Þrengslum í nótt og í fyrramálið. Verktakar Vegagerðarinnar verða við störf í nótt og í fyrramálið. Veður 11. október 2023 21:12
Átak að losa bílinn sem var „frosinn niður“ Aðstæður voru erfiðar í aftakaveðri að Fjallabaki í nótt þar sem björgunarsveitarmenn hjálpuðu ferðamönnum sem fest höfðu bíl sinn. Átta gistu í fjöldahjálparstöð í Djúpavogi vegna veðurs. Annar hvellur er væntanlegur í nótt. Innlent 11. október 2023 16:07
Talsverð snjókoma framundan á Suðvesturlandi Það kemur til með að snjóa á Suðvesturlandi snemma í nótt og vel fram á næsta morgun. Um verður að ræða talsverða snjókomu. Innlent 11. október 2023 15:12
Veðrið gengur niður en hvessir aftur í nótt Lægðin sem olli vonskuveðrinu hér í gær og nótt fjarlægist nú og stefnir á Noreg. Veðrið gengur því niður í dag, fyrst vestantil á landinu en þó verður enn allhvasst eða hvasst austast seint í dag. Veður 11. október 2023 07:16