Innlent

Hellisheiðin lokuð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fylgdarakstur verður yfir Hellisheiðina. Mynd úr safni.
Fylgdarakstur verður yfir Hellisheiðina. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Hellisheiðinni var lokað rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Reykjanesbrautin er á óvissustigi.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is. Þrengslin eru einnig lokuð.

Farinn verður fylgdarakstur yfir heiðina frá Hveragerði og frá Rauðavatni. Áætlað er að fyrsta ferð verði farin um klukkan níu. Þá verða farnar ferðir á um þrjátíu til fjörutíu mínútna fresti. 

Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

Margir vegir eru á óvissustigi, þar á meðal Reykjanesbrautin. Þar fór óvissustig í gildi klukkan níu og verður á til klukkan þrjú í nótt.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi, í Faxaflóa og við Breiðafjörð til klukkan ellefu í kvöld. Á morgun verða appelsínugular viðvaranir í gildi frá klukkan tvö og alveg fram á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×