Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 14:36 Von er á veseni á Keflavíkurflugvelli næstu tvo daga sökum veðurs. vísir/vilhelm Slæmt veður sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair á morgun og fimmtudag. Meðal annars verður seinkun á að Íslendingar komist í sólina á Tenerife. Play hefur aflýst öllum flugum á morgun nema þremur en heldur flugáætlun á fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum. Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Flug til Evrópu í fyrramálið er á áætlun en seinkun verður á flugi til Tenerife. Flugi frá Evrópu til Íslands eftir hádegið á morgun verður hins vegar seinkað um 24 tíma. Þá verður öllu flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis á morgun aflýst. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því. Áfram verður búist við röskunum á fimmtudaginn. Alls hefur 38 flugferðum Icelandair til og frá landinu á miðvikudag og fimmtudag verið aflýst. „Farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verða endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega,“ segir í tilkynningu Icelandair. Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt sé að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki sé þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu. Uppfærðar upplýsingar um breytingar á flugi má finna á heimasíðu Icelandair. Play aflýsir öllum nema þremur Play aflýsir öllum áætlunarferðum sínum frá Keflavíkurflugvelli á morgun nema þremur vegna óveðursins. PLAY gerir ráð fyrir að áætlunarferðir til Tenerife, Fuerteventura og Las Palmas verði farnar nærri hádegi á morgun en búið er að aflýsa öllum öðrum ferðum sökum veðurs. Í tilkynningu frá Play segir að farþegar sem eigi bókað í áætlunarferð sem hafi verið aflýst á morgun séu beðnir um að fylgjast vel með tölvupóstum frá flugfélaginu þar sem þeir geta sjálfir valið um næstu skref. „Ef farþegum berast ekki upplýsingar vegna breytinga á flugi eru þeir beðnir um að kanna hvort tengliðaupplýsingar eru rétt skráðar í bókuninni á MyPLAY. Þá getur einnig verið að tengiliðaupplýsingar séu ekki rétt skráðar ef farþegar keyptu ferðina í gegnum þriðja aðila. Er þá best að heyra í þjónustuveri PLAY og fá það leiðrétt,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að Play geri ráð fyrir því að flugáætlun verði óbreytt á fimmtudag. „Fylgst verður vel með gangi mála og farþegar látnir vita ef veðurspár horfa til verri vegar,“ segir að lokum.
Veður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira