Nýja hurðin sprakk upp Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 10:36 Þakplötur fuku um Siglufjörð í nótt og talsverð hætta myndaðist. Vísir Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“ Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði