Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Björk hélt sína fyrstu tón­leika á Ís­landi í þrjú ár

Björk hélt sína fyrstu tónleika af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral í Eldborg í Hörpu í gær. Hún kom fram ásamt strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Viktors Orra Árnasonar. Flutt voru lög af plötunum Post, Vespertine og Dancer in the Dark.

Tónlist
Fréttamynd

Gerir upp margra ára ofbeldissamband

ZÖE var að senda frá sér smáskífu af væntanlegri plötu sem mun líta dagsins ljós í nóvember. Lagið heitir Blood in the Water, og mun það spila stóra rullu í lokaþætti Apple+ seríunnar „Truth Be Told“ sem skartar stórstjörnum á borð við Octaviu Spencer, Kate Hudson, Aaron Paul og Lizzy Caplan.

Albumm
Fréttamynd

Segir Lennon hafa sundrað Bítlunum

Bítillinn Paul McCartney segist hafa í tæp fimmtíu ár ranglega verið sakaður um að bera ábyrgð á því að hljómsveitin goðsagnakennda hætti. Í nýju viðtali segir hann John Lennon hafa gengið frá Bítlunum.

Erlent
Fréttamynd

MR vann Söng­keppni fram­halds­skólanna

Menntaskólinn í Reykjavík bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Fyrir hönd skólans flutti Jóhanna Björk Snorradóttir lagið Distance eftir Yebba.

Tónlist
Fréttamynd

„Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna“

„Í lok síðasta árs var haft samband við okkur og okkur boðið að ferðast um Norðurlandið að spila tónlist Geirmundar Valtýssonar. Þvílíku tækifæri var engan veginn hægt að hafna og þetta hefur reynst vera hið mesta ævintýri,“ segir Gunnar Hinrik Hafsteinsson meðlimur hljómsveitarinnar Undirleikararnir

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt lag frá ZÖE í lokaþætti Truth Be Told

Í dag gefur tónlistarkonan ZÖE út smáskífuna Blood in the Water. Lagið mun verða áberandi í lokaþætti Apple+ þáttaraðarinnar Truth Be Told sem sem skartar stórstjörnum á við Octaviu Spencer, Kate Hudson, Aaron Paul og Lizzy Caplan. Lokaþátturinn verður frumsýndur á streymisveitunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

Ó­sátt við frétt­a­flutn­ing um þukl Thick­e

Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið.

Lífið
Fréttamynd

YouTu­be fjar­lægir rásir R Kel­ly

YouTube hefur fjarlægt opinberar rásir tónlistarmannsins R Kelly af síðunni. Rásirnar RKellyTV er RKellyVevo hafa báðar verið fjarlægðar og þá hefur R Kelly verið meinað að stofna nýjar rásir eða eiga rásir á síðunni.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta var allt mjög lítið og heimabakað í byrjun“

Tilrauna- og raftónlistar hátíðin Extreme Chill verður haldin ellefta árið í röð helgina 7 – 10 október í Reykjavík. Á sunnudagskvöldinu mun enska rafhljómsveitin Plaid spila á Húrra og er ein sú þekktasta og áhrifamesta sveit síðan snemma tíunda áratugarinns. 

Albumm
Fréttamynd

Possimiste sigrar í European Emerging Bands keppninni

European Emerging Bands Contest er hljómsveitakeppni þar sem leitað er að efnilegustu evrópsku hljómsveitunum. Búið er að birta sex sigurvegara keppninnar, og er ein þeirra Possimiste, en hún hefur búið á Íslandi síðustu tíu ár.

Albumm
Fréttamynd

Helstu hip-hop-stjörnur heims troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar

Einvalalið tónlistarfólks mun sjá um tónleikana í hálfleik á 56. Ofurskálinni sem er hápunktur ársins í amerískum fótbolta. Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar munu skemmta þeim tugum, ef ekki hundruðum, milljóna áhorfenda sem horfa á Ofurskálina á meðan leikmenn hvíla sig í hálfleik.

Lífið
Fréttamynd

Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina

Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lífið