Tónlist

Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lizzo skipar fyrsta sætið á íslenska listanum á FM.
Lizzo skipar fyrsta sætið á íslenska listanum á FM. Getty/Steve Jennings

Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum.

Farruko fylgir fast á eftir með lagið Pepas en FM95Blö og Aron Can sitja í þriðja sæti með lagið Aldrei toppað.

Íslenskt tónlistarfólk byrjar sumarið af miklum krafti. Rappararnir Daniil og Joey Christ hækka sig upp listann og sitja nú í tólfta sæti með rapp smellinn Ef Þeir Vilja Beef. 

Bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson hækka sig um tvö sæti á milli vikna og skipa nú fimmta sætið með lagið Dansa.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM957.

Hér má finna íslenska listann í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Harry Styles nær toppnum og stefnir á tónleikaferðalag

Harry Styles situr á toppi íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt As It Was. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp á við undanfarnar vikur og hefur náð gríðarlegum vinsældum víða um heiminn.

„Blanda af sumar fíling og því að fylgja hjartanu“

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Doctor Victor situr í áttunda sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta lagið sitt Falling. Lagið hefur verið á siglingu upp á við á undanförnum vikum. Blaðamaður tók púlsinn á Victori.

Breska Eurovision stjarnan mætt á íslenska listann

TikTok stjarnan Sam Ryder sló í gegn í Eurovision í ár þar sem hann keppti fyrir hönd Bretlands og hreppti annað sætið. Lagið hans Space Man skýst beint í sjötta sætið á íslenska listanum sína fyrstu viku á lista.

Mætt á toppinn og verður því „Aldrei toppað“

Lagið „Aldrei toppað“, flutt af FM95Blö og Aroni Can, skipar fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna. Tíu ára afmælishátíð FM95Blö fór fram með pomp og prakt í gærkvöldi og hefur lagið verið á stöðugri siglingu upp á við að undanförnu.

Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól

Tónlistarmaðurinn Farruko trónir á toppi íslenska listans þessa vikuna með lagið Pepas. Lagið kom út síðastliðið sumar og er skothelldur danssmellur sem flæðir vel og býr yfir kröftugu viðlagi sem er næstum ómögulegt að dansa ekki við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×