„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Lífið 23. júní 2022 13:01
Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. Tónlist 23. júní 2022 11:29
Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Lífið 23. júní 2022 07:01
Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30. Tónlist 22. júní 2022 20:01
Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör og Guðrún Árný mæta í dalinn Dagskráin fyrir Þjóðhátíð stækkar enn og er ljóst að brekkan mun loga af stemningu en Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal og Guðrún Árný hafa bæst við landslið listafólks sem mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á þjóðhátíð. Lífið 22. júní 2022 11:36
Bríet er þriðji Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Lífið 22. júní 2022 07:01
Fyrrverandi hljómborðsleikari Fleetwood Mac látinn Brett Tuggle, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, er látinn, sjötugur að aldri. Hann lést af völdum krabbameins. Lífið 21. júní 2022 13:04
Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. Lífið 21. júní 2022 12:46
Svana Gísla framleiðir ABBA sýninguna í London: „Þetta hefur aldrei verið gert áður“ Framleiðandinn Svana Gísla hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að láta stórsýninguna ABBA Voyage verða að veruleika. Svana og Ludvig Andersson framleiða sýninguna saman og unnu þau náið með leikstjóranum Baillie Walsh. Blaðamaður tók púlsinn á Svönu og fékk að heyra nánar frá þessu spennandi ferli. Tónlist 21. júní 2022 10:00
Birgitta Haukdal er annar Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Lífið 21. júní 2022 08:01
Barn Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn Jennifer Lopez kynnti barnið sitt Emme Maribel á svið með kynhlutlausum fornöfnum á góðgerðartónleikum nú nýverið. Emme hefur áður komið fram með móður sinni en síðast var það þegar Lopez kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2020. Lífið 20. júní 2022 20:07
Kunna ekkert að syngja en ætla að flytja Shallow hundrað sinnum í sumar Elínborg Una og María Jóngerð ætla að flytja lagið Shallow hundrað sinnum fyrir áhorfendur í sumar og rannsaka viðbrögðin við flutningnum. Þær hafa þegar flutt lagið 24 sinnum fyrir áhorfendur, þar á meðal gesti nokkurra World Class-stöðva, viðskiptavini Bónuss og einn vinnuskólahóp. Lífið 19. júní 2022 08:01
Lizzo í fyrsta sæti: „Kominn tími til“ Söngkonan Lizzo trónir á toppi íslenska listans um þessar mundir með nýjasta lagið sitt About Damn Time. Lagið, sem hefur náð miklum vinsældum um allan heim, hefur hækkað sig upp listann á undanförnum vikum. Tónlist 18. júní 2022 16:01
Sól og sumardans ásamt myrkari hliðum tilverunnar Benni Hemm Hemm var að gefa út lagið Eitthvað leiður í dag, á 17. Júní. Lagið er unnið með hópi öflugs tónlistarfólks sem leika á hin ýmsu hljóðfæri. Blaðamaður tók púlsinn á Benna. Tónlist 17. júní 2022 15:30
„Persónulegt og hrátt“ Íslenska rokkhljómsveitin Tragically Unknown var að senda frá sér lagið In Between í dag, á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Hljómsveitin er skipuð þeim Helenu Hafsteinsdóttur, Oddi Mar Árnasyni og Þórgný Einari Albertssyni. Blaðamaður hafði samband við þau og fékk að heyra nánar frá nýja laginu. Tónlist 17. júní 2022 13:31
„Er í fyrsta skipti að semja lög út frá hjartanu en ekki bara að syngja um Dicks“ Tónlistarmaðurinn Ingi Bauer var að gefa út lagið HUGSANIR en þetta er fyrsta lag af væntanlegri plötu frá honum sem mun bera nafnið ÁST. Tónlist 17. júní 2022 10:31
Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. Tónlist 16. júní 2022 09:44
Eitrað ástarsamband í stöðugri hringrás Hin fjölhæfa Sigrún Stella gaf út glænýtt lag þann 10. júní sem ber heitið „Circles.“ Albumm 15. júní 2022 14:30
Lizzo lagfærir textabút í nýju lagi eftir mikla gagnrýni Tónlistarkonan Lizzo lenti í vandræðum nú á dögunum vegna niðrandi textabútar í nýútgefna laginu „Grrrls.“ Textinn var gagnrýndur harðlega á samfélagsmiðlum og voru margir aðdáendur hennar miður sín yfir orðnotkuninni. Tónlist 15. júní 2022 13:30
„Alltaf gaman að styðja og vinna með öðrum tónlistarkonum“ Tónlistarkonurnar Áslaug Dungal, Fríd og Karítas halda saman tónleika í rýminu Mengi í kvöld. Blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunargleði þeirra. Tónlist 15. júní 2022 11:30
BTS sveitin hætt í bili Hin geisivinsæla Suður-Kóreska hljómsveit BTS mun taka sér ótímabundið hlé frá störfum. Þetta tilkynntu þeir í beinu streymi nú í dag en þar segjast þeir ætla að einbeita sér að sólóferlum sínum. Lífið 14. júní 2022 18:20
Dóttir Beyoncé og Jay Z sláandi lík móður sinni Jay Z mætti með dóttur sína Blue Ivy á úrslitaleik í NBA í gær og beindust allra augu að dótturinni sem þykir nú orðin sláandi lík móður sinni, poppgyðjunni Beyoncé. Lífið 14. júní 2022 15:45
Christina Aguilera kom fram með gervilim í Hulk-búning Söngkonan Christina Aguilera kom fram í allri sinni dýrð á tónlistarhátíðinni LA Pride In The Park þann 11. júní síðastliðinn. Lífið 14. júní 2022 13:48
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. Menning 14. júní 2022 12:30
Dua Lipa stödd á Íslandi Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl. Lífið 14. júní 2022 11:26
Hitti hetjuna sína: „Enn svífandi um á bleiku skýi“ Tónlistarmaðurinn Passenger hélt tónleika í Hörpu síðastliðinn sunnudag við mikla lukku aðdáenda. Hinn tíu ára gamli Arnór var þó líklega hvað ánægðastur aðdáenda þar sem hann fékk að hitta þetta átrúnaðargoð sitt að tónleikunum loknum. Blaðamaður heyrði í Gunnari Ágústi Ásgeirssyni, föður Arnórs, og fékk að heyra nánar frá þessari skemmtilegu lífsreynslu. Tónlist 14. júní 2022 10:41
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Dúndrandi dans! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 13. júní 2022 14:31
Íslenski listinn: „Samstarfið var frábært, eins og það hefur verið frá árinu 1988“ Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór sendu frá sér sumarsmellinn Dansa í maí síðastliðnum. Lagið hefur hækkað sig upp íslenska listann undanfarnar vikur og skipar nú sjöunda sætið. Blaðamaður tók púlsinn á bræðrunum og fékk að heyra nánar frá samstarfinu. Tónlist 11. júní 2022 16:01
Nu Zau, Ali Demir og KrBear halda dansþyrstum við efnið á Húrra í kvöld! Eina Íslenska výnil útgáfan Distrakt Audio bkl til heljarinnar partý í kvöld á Húrra! Albumm 11. júní 2022 13:01
„Reyni að þakka fyrir allt það sem ég fæ á hverjum degi“ Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, er landsþekktur tónlistarmaður og lífskúnstner með meiru. Hann er þekktur fyrir jákvæðni og lífsgleði og segir lífið sjálft vera það allra skemmtilegasta. Jónsi er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Lífið 11. júní 2022 11:31