Gítarleikari The Script látinn aðeins 46 ára gamall Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2023 20:02 Mark Sheehan lést í dag eftir skammvinn veikindi. Mike Lewis/Getty Mark Sheehan, gítarleikari og einn stofnenda írsku hljómsveitarinnar The Script, lést í dag aðeins 46 ára gamall. „Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn. Andlát Írland Tónlist Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ástkær eiginmaður, faðir, bróðir, hljómsveitarfélagi og vinur okkar Mark Sheehan lést á sjúkrahúsi í dag eftis skammvinn veikindi. Fjölskyldan og hljómsveitin biðla til aðdáenda að virða friðhelgi einkalífs þeirra á þessum erfiða tíma,“ segir í tilkynningu hljómsveitarinnar á Twitter. Much loved husband, father, brother, band mate and friend Mark Sheehan passed away today in hospital after a brief illness. The family and group ask fans to respect their privacy at this tragic time. pic.twitter.com/6HaShCk8l4— the script (@thescript) April 14, 2023 Sheehan stofnaði The Script árið 2001 ásamt æskuvini sínum og söngvaranum Danny O'Donoghue og Glen Power, sem leikur á trommur. Í frétt Sky News um andlát Sheehans segir að þeir O'Donoghue hafi þekkst allt frá þrettán ára aldri og að þeir hafi ungir farið til Los Angeles til þess að freista gæfunnar í tónlistarbransanum vestanhafs. Þeir hafi svo snúið aftur til Írlands árið 2001 og fengið Power til liðs við sig til þess að slá á skinnin í þriggja manna hljómsveit. Hljómsveitin The Script hafi síðan þá gefið út sex hljómplötur og selt tuttugu milljónir eintaka. Fimm þeirra hafi komist á topp vinsældarlista í Bretlandi og allar sex á Írlandi. Meðal þekktustu laga hljómsveitarinnar er fyrsta smáskífa hennar We Cry og The Man Who Can't Be Moved af fyrstu plötu sveitarinnar. Það síðarnefnda má heyra í spilaranum hér að neðan: Sheehan lætur eftir sig eiginkonuna Rinu og þrjú börn.
Andlát Írland Tónlist Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira